Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 19:17 Forsetaframboð Roberts F. Kennedy yngra er dautt en á ýmsu hefur gengið hjá honum undanfarna mánuði. Hann naut ekki stuðnings eigin fjölskyldu í kosningabaráttunni. Getty/Mario Tama Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. Á blaðamannafundi þar sem Kennedy kynnti ákvörðun sína í dag sagðist hann ekki geta beðið fólk um að kjósa sig þar sem hann ætti ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Hann yrði áfram á kjörseðlinum í sumum ríkjum en draga sig til baka í tíu ríkjum þar sem framboð hans gæti haft áhrif á úrslit kosninganna. Sakaði Kennedy demókrata um að há stríð fyrir dómstólum gegn sér og Trump. Demókratar væru ekki lengur talsmenn stjórnarskrárinnar og hefðu vikið frá grunngildum flokksins frá æsku hans sjálfs. Kennedy ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í forvali demókrata en skráði sig síðan sem óháður frambjóðandi. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Kennedy ætli að koma fram á kosningafundi með Trump í Phoenix í Arizona dag. Blaðamannafundur Kennedy fór fram þar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá tilraunum Kennedy til þess að fá bæði Trump og Harris til þess að lofa sér áhrifastöðu í ríkisstjórn gegn því að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ekki er ljóst hvort að Kennedy hafi fengið slíkt loforð frá Trump. Vísbendingar hafa verið í skoðanakönnunum um að Kennedy gæti tekið atkvæði af Trump í lykilríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Ákvörðun Kennedy nú gæti því hjálpað Trump í hörðum slag við Kamölu Harris, forsetaefni demókrata. Sagður svíkja gildi Kennedy-fjölskyldunnar Mikill vandræðagangur hefur einkennt framboð Kennedy. Hann hefur átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðilinn í öllum ríkjum, meðal annars vegna ásakana um að hann hafi skilað inn fölsuðum gögnum. Þá hefur hvert furðumálið rekið annað. Hann greindi sjálfur frá því að ormar hefðu fundist í heila hans og viðurkenndi nýlega að hafa skilið eftir bjarnarhúnshræ í Miðgarði í New York fyrir tíu árum. Kennedy er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum. Fjölskylda hans brást við tíðindunum í dag með því að saka hann um að svíkja gildi föður síns og stórfjölskyldunnar. „Þetta er dapurlegur endir á dapurlegri sögu,“ sagði í yfirlýsingunni sem fimm af systkinum Kennedy skrifuðu undir. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Á blaðamannafundi þar sem Kennedy kynnti ákvörðun sína í dag sagðist hann ekki geta beðið fólk um að kjósa sig þar sem hann ætti ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Hann yrði áfram á kjörseðlinum í sumum ríkjum en draga sig til baka í tíu ríkjum þar sem framboð hans gæti haft áhrif á úrslit kosninganna. Sakaði Kennedy demókrata um að há stríð fyrir dómstólum gegn sér og Trump. Demókratar væru ekki lengur talsmenn stjórnarskrárinnar og hefðu vikið frá grunngildum flokksins frá æsku hans sjálfs. Kennedy ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í forvali demókrata en skráði sig síðan sem óháður frambjóðandi. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Kennedy ætli að koma fram á kosningafundi með Trump í Phoenix í Arizona dag. Blaðamannafundur Kennedy fór fram þar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá tilraunum Kennedy til þess að fá bæði Trump og Harris til þess að lofa sér áhrifastöðu í ríkisstjórn gegn því að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ekki er ljóst hvort að Kennedy hafi fengið slíkt loforð frá Trump. Vísbendingar hafa verið í skoðanakönnunum um að Kennedy gæti tekið atkvæði af Trump í lykilríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Ákvörðun Kennedy nú gæti því hjálpað Trump í hörðum slag við Kamölu Harris, forsetaefni demókrata. Sagður svíkja gildi Kennedy-fjölskyldunnar Mikill vandræðagangur hefur einkennt framboð Kennedy. Hann hefur átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðilinn í öllum ríkjum, meðal annars vegna ásakana um að hann hafi skilað inn fölsuðum gögnum. Þá hefur hvert furðumálið rekið annað. Hann greindi sjálfur frá því að ormar hefðu fundist í heila hans og viðurkenndi nýlega að hafa skilið eftir bjarnarhúnshræ í Miðgarði í New York fyrir tíu árum. Kennedy er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum. Fjölskylda hans brást við tíðindunum í dag með því að saka hann um að svíkja gildi föður síns og stórfjölskyldunnar. „Þetta er dapurlegur endir á dapurlegri sögu,“ sagði í yfirlýsingunni sem fimm af systkinum Kennedy skrifuðu undir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35