Arnar hljóp á 01:08:19 og var 18 sekúndum á undan Þjóðverjanum Nils Fischer. Þorsteinn Roy Jóhannsson varð þriðji á 01:09:36.

Í kvennaflokki varð Halldóra Huld hlutskörpust en hún hljóp á 01:22:05. Hún var fimm sekúndum á undan Vaidu Nakrosiute frá Litáen. Anna Berglind Pálmadóttir varð þriðja á 01:22:32.
Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark í tíu kílómetra hlaupi á 30:23 mínútum. Dean Yost frá Bandaríkjunum varð annar á 32:15 mínútum og Stefán Kári Smárason þriðji á 32:20 mínútum.
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann sigur í kvennaflokki á 36:23 mínútum. Elín Edda Sigurðardóttir varð önnur (36:57) og Eva García Morales frá Spáni þriðja (37:40).