Kallaði borgina skítapleis og skoraði svo þrennu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2024 07:02 Noni Madueke verður líklega aldrei vinsælasti maðurinn í Wolverhampton. Shaun Botterill/Getty Images Noni Madueke, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, átti sannarlega viðburðarríkan dag í borginni Wolverhampton í gær. Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“ Enski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira
Madueke fékk að taka boltann með sér heim eftir 6-2 sigur Chelsea gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem enski vængmaðurinn skoraði þrennu fyrir Chelsea í síðari hálfleik. Þessi 22 ára gamli leikmaður var ekkert að tvínóna við hlutina og liðu aðeins 15 mínútur frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í leiknum og þar til að hann skoraði það þriðja. Með þrennunni breytti Madueke stöðunni úr 2-2 í 5-2, Chelsea í vil. Fyrir leik var Madueke langt frá því að vera vinsælasti maðurinn á Molineux-vellinum í Wolverhampton, og ekki varð hann vinsælli meðal stuðningsmanna Wolves þegar hann skoraði þrennuna. Á laugardaginn hafði Madueke nefnilega sett inn færslu á Instagram þar sem hann kalliði borgina skítapleis. „Það er allt skítt við þennan stað,“ skrifaði Madueke í sögu sína (e. Story) á Instagram og merkti borgina með. Madueke at 00.00am: “Everything about this place is s**t”, posted on Instagram by mistake talking about Wolverhampton 😅Madueke at 3.15pm: scores a goal against Wolves.Madueke at 3.23pm: scores again.Madueke at 3.27pm: hat-trick.Four goals in four days. 🔵🌪️ pic.twitter.com/nNl5VJG7fS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 25, 2024 Leikmaðurinn var þó fljótur að eyða færslunni, en stuðningsmenn Wolves bauluðu á hann frá fyrstu mínútu leiksins. Hann nýtti svo tækifærið og baðst afsökunar á færslunni í viðtali eftir leik. „Ég vil bara biðja alla þá sem ég gæti hafa móðgað afsökunar. Þetta voru mannleg mistök, algjört slys. Þetta átti ekki að birtast svona á samfélagsmiðlunum mínum. Ég er viss um að Wolverhampton er fínasta borg og ég biðst afssökunar,“ sagði Madueke. „Þetta voru mistök og maður lærir af þeim. Vonandi gerist ekkert svona aftur. Hvað baulið varðar þá er það eitthvað sem maður býst við og það er hluti af leiknum. Maður þarf að geta spilað undir svoleiðis pressu.“
Enski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð Sjá meira