„Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Sverrir Mar Smárason skrifar 25. ágúst 2024 20:04 Höskuldur Gunnlaugsson í baráttunni við Johannes Björn Vall Vísir/Anton Brink Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. „Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum. Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjá meira
„Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum.
Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40