Anton Sveinn gefur Ólympíusímann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 07:31 Anton Sveinn McKee náði bestum árangri Íslendinga á Ólympíuleikunum í París en hann hefur ákveðið að gefa snjallsímann sem hann fékk gefins á leikunum. @isiiceland/olympics.com Langar þig að eignast snjallsímann sem íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París fékk gefins? Ef svarið er já þá væri ekki óvitlaust að taka þátt í gjafaleik íslenska Ólympíufarans Antons Sveins McKee. Anton Sveinn ætlar heldur betur að vera gjafmildur og gefa hluti frá sér sem aðeins Ólympíufararnir í ár hafa í fórum sínum. Fjórðu Ólympíuleikarnir Anton Sveinn er nýkominn heim frá París þar sem hann tók þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum. Anton varð fimmtándi í 200 metra bringusundi sem var besti árangur Íslendings á leikunum í ár en hann deildi því hnossi með sundkonunni Snæfríði Sól Jórunnardóttur. Anton Sveinn McKee sést hér í Ólympíuþorpinu.@antonmckee Anton tók einnig þátt í Ólympíuleikunum í London 2012, í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Vill hvetja næstu kynslóð áfram Anton Sveinn var að keppa í síðasta sinn á Ólympíuleikum. Anton vill nú hvetja næstu kynslóðina áfram. Hann vill sjá unga íþróttafólkið á Íslandi vera tilbúið að leggja mikið á sig til að fá að upplifa það, líkt og hann, að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum. Eins og aðrir keppendur á leikunum þá fékk Anton gefins sérstakan Ólympíusíma. Þetta er Samsung Galaxy Z Flip6 snjallsími sem er stórglæsilegur sími sérhannaður fyrir Ólympíuleikana. Nú er möguleiki að eignast símann sem Anton fékk í París. Hér má sjá Ólympíusímann frá Samsung.olympics.com Tveir gjafaleikir Anton kynnti ÓL gjafaleik á samfélagsmiðlinum Tik Tok. „Í tilefni þess að Ólympíuleikarnir voru að klárast þá ætla ég að vera með tvo gjafaleiki,“ skrifaði Anton en hann ætlar að draga í kvöld þannig að nú verða áhugasamir að hafa fljótar hendur. Það má síðan finna meira um þetta með því að smella hér. Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Anton Sveinn ætlar heldur betur að vera gjafmildur og gefa hluti frá sér sem aðeins Ólympíufararnir í ár hafa í fórum sínum. Fjórðu Ólympíuleikarnir Anton Sveinn er nýkominn heim frá París þar sem hann tók þátt í sínum fjórðu Ólympíuleikum. Anton varð fimmtándi í 200 metra bringusundi sem var besti árangur Íslendings á leikunum í ár en hann deildi því hnossi með sundkonunni Snæfríði Sól Jórunnardóttur. Anton Sveinn McKee sést hér í Ólympíuþorpinu.@antonmckee Anton tók einnig þátt í Ólympíuleikunum í London 2012, í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Vill hvetja næstu kynslóð áfram Anton Sveinn var að keppa í síðasta sinn á Ólympíuleikum. Anton vill nú hvetja næstu kynslóðina áfram. Hann vill sjá unga íþróttafólkið á Íslandi vera tilbúið að leggja mikið á sig til að fá að upplifa það, líkt og hann, að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum. Eins og aðrir keppendur á leikunum þá fékk Anton gefins sérstakan Ólympíusíma. Þetta er Samsung Galaxy Z Flip6 snjallsími sem er stórglæsilegur sími sérhannaður fyrir Ólympíuleikana. Nú er möguleiki að eignast símann sem Anton fékk í París. Hér má sjá Ólympíusímann frá Samsung.olympics.com Tveir gjafaleikir Anton kynnti ÓL gjafaleik á samfélagsmiðlinum Tik Tok. „Í tilefni þess að Ólympíuleikarnir voru að klárast þá ætla ég að vera með tvo gjafaleiki,“ skrifaði Anton en hann ætlar að draga í kvöld þannig að nú verða áhugasamir að hafa fljótar hendur. Það má síðan finna meira um þetta með því að smella hér.
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira