Kelce bræðurnir seldu hlaðvarpið sitt á tæplega þrettán milljarða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Gríðarlegt magn af íþróttafólki hefur reynt fyrir sér í hlaðvarpi en fátt þeirra kemst með tærnar þar sem þessir eru með hælana. David Calvert/Getty Images Bræðurnir Jason og Travis Kelce halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi Bandaríkjanna. Þó bræðurnir eigi fyrir salti í grautinn eftir glæsta ferla í NFL-deildinni, öðrum þeirra er ekki einu sinni lokið, þá má með sanni segja að þeir hafi haslað sér völl í heimi hlaðvarpanna. Jason og Travis eru með þekktari bræðrum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril í NFL-deildinni á meðan Travis framlengdi samning sinn við ríkjandi meistara Kansas City Chiefs nú í sumar. Það er greinilegt að drengirnir hafa verið byrjaðir að leggja drög að því hvað skildi gera eftir að skórnir færu á hilluna og því ákváðu þeir að byrja með sitt eigið hlaðvarp árið 2022. Heitir það New Heights og varð fljótlega eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp Bandaríkjanna. Kylie being the big spoon seems accurate 😅 @JasonKelce | @newheightshow | @Eagles pic.twitter.com/xUcNuKYQAu— NFL (@NFL) August 27, 2024 Það hjálpaði hversu opnir þeir voru í þáttunum þar sem þeir ræddu fjölskyldulífið þegar þeir voru yngri, lífið í NFL, ástarmál og allt milli himins og jarðar. Jason er giftur þriggja barna faðir og hefur eiginkona hans, Kylie Kelce sem og börn þeirra, reglulega stungið inn höfðinu þegar þeir bræður eru að taka upp hlaðvarpsþætti sína. Þá jukust vinsældir þáttanna enn frekar þegar í ljós kom að Travis væri byrjaður að hitta poppgyðjuna Taylor Swift. Samkvæmt mælingum var samstarf bræðranna fjórða vinsælasta hlaðvarp Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðingi ársins. Nú hefur The Athletic greint frá því að Amazon, í gegnum hlaðvarpsveituna Wondery, hafi keypt hlaðvarpið fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Mun Wondery þar með stýra auglýsingum hlaðvarpsins sem og það verður nú aðgengilegt fyrr – og án auglýsinga – ef þú ert meðlimur Wondery. WE’RE BAAAAAAACK!!!Season 3 premieres TOMORROW and we've got an absolute banger of an episode to kick it off 🙌 pic.twitter.com/LdJtH9lofz— New Heights (@newheightshow) August 27, 2024 „Við gætum ekki verið spenntari fyrir komandi samstarfi með Wondery,“ segja bræðurnir er kaupin voru tilkynnt. New Heights er að fara inn í sitt þriðja tímabil og kemur fyrsti þátturinn út í dag, miðvikudag. NFL Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Jason og Travis eru með þekktari bræðrum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril í NFL-deildinni á meðan Travis framlengdi samning sinn við ríkjandi meistara Kansas City Chiefs nú í sumar. Það er greinilegt að drengirnir hafa verið byrjaðir að leggja drög að því hvað skildi gera eftir að skórnir færu á hilluna og því ákváðu þeir að byrja með sitt eigið hlaðvarp árið 2022. Heitir það New Heights og varð fljótlega eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp Bandaríkjanna. Kylie being the big spoon seems accurate 😅 @JasonKelce | @newheightshow | @Eagles pic.twitter.com/xUcNuKYQAu— NFL (@NFL) August 27, 2024 Það hjálpaði hversu opnir þeir voru í þáttunum þar sem þeir ræddu fjölskyldulífið þegar þeir voru yngri, lífið í NFL, ástarmál og allt milli himins og jarðar. Jason er giftur þriggja barna faðir og hefur eiginkona hans, Kylie Kelce sem og börn þeirra, reglulega stungið inn höfðinu þegar þeir bræður eru að taka upp hlaðvarpsþætti sína. Þá jukust vinsældir þáttanna enn frekar þegar í ljós kom að Travis væri byrjaður að hitta poppgyðjuna Taylor Swift. Samkvæmt mælingum var samstarf bræðranna fjórða vinsælasta hlaðvarp Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðingi ársins. Nú hefur The Athletic greint frá því að Amazon, í gegnum hlaðvarpsveituna Wondery, hafi keypt hlaðvarpið fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Mun Wondery þar með stýra auglýsingum hlaðvarpsins sem og það verður nú aðgengilegt fyrr – og án auglýsinga – ef þú ert meðlimur Wondery. WE’RE BAAAAAAACK!!!Season 3 premieres TOMORROW and we've got an absolute banger of an episode to kick it off 🙌 pic.twitter.com/LdJtH9lofz— New Heights (@newheightshow) August 27, 2024 „Við gætum ekki verið spenntari fyrir komandi samstarfi með Wondery,“ segja bræðurnir er kaupin voru tilkynnt. New Heights er að fara inn í sitt þriðja tímabil og kemur fyrsti þátturinn út í dag, miðvikudag.
NFL Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira