Sló 24 ára met Kára Steins en fær það ekki skráð Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 11:01 Sindri Karl Sigurjónsson er greinilega afar efnilegur hlaupari en aldursflokkamet hans í 10 km hlaupi frá því á laugardaginn fæst ekki skráð. Aðeins hálft maraþon og maraþon voru vottuð í Reykjavíkurmaraþoninu. UMSB og Vísir/Viktor Freyr Fimmtán ára strákur úr Borgarfirði sló 24 ára gamalt aldursflokkamet Kára Steins Karlssonar um helgina, í 10 kílómetra götuhlaupi. Eða nei, því hlaupið, sem var hluti af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, var ekki vottað. Sindri Karl Sigurjónsson kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupinu á laugardaginn, eða á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en met Kára Steins frá því fyrir 24 árum, en metið stendur enn. Það er vegna þess að ekki var sótt um vottun fyrir 10 kílómetra hlaupið, heldur aðeins fyrir keppnina í hálfmaraþoni og maraþoni sem þó ríkti óvissa um lengi vel. „Algjörlega ákvörðun hlaupahaldara“ „Það er algjörlega ákvörðun hlaupahaldara hvort sóst er eftir vottun Frjálsíþróttasambandsins,“ segir Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðstandendur Reykjavíkurmaraþonsins spöruðu sér, samkvæmt svörum Friðleifs, tæplega 900.000 krónur með því að fá ekki vottun á 10 kílómetra hlaupinu. Í vottuninni felst nefnilega að rukkað er 150 króna gjald fyrir hvern hlaupara sem fær tíma skráðan í afrekaskrá FRÍ, auk um 40.000 króna grunnkostnaðar. „Með þessari vottun Frjálsíþróttasambandsins er í fyrsta lagi verið að segja fólki að hlaup eru íþróttaviðburður. Í annan stað er verið að leggja út brautina með viðurkenndum mælingamanni, gera kröfu um ákveðinn aðbúnað fyrir hlaupara, jafnvel sjúkrahjálp í marki, öryggisþætti, og stóra hlutverkið er að það kemur einhver og dæmir hlaupið. Í þessu tilfelli er enginn að dæma 10 kílómetra hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka,“ segir Friðleifur og bætir við að mikilvægt sé að halda utan um árangur í hlaupum í afrekaskrá, og að þar sé ekki verið að bera saman ólíka hluti. Nánast öll götuhlaup fengið vottun „Við viljum að þessir viðburðir séu framkvæmdir á ákveðinn hátt, og með dómara. Það er þannig í íþróttasamfélaginu öllu, að árangur verður sjaldnast viðurkenndur nema með dómara. Ástæðan fyrir því að 10 kílómetra hlaupið var ekki vottað, en hinar vegalengdirnar voru það, er spurning fyrir hlaupahaldara. Við höfum lagt mikla áherslu á að fá sem flest hlaup inn í vottunarkerfi sambandsins. Ég held að ég geti fullyrt að nánast öll götuhlaup hafi farið inn í þetta vottunarferli og það eru til dæmis fram undan þrjú götuhlaup á næstunni sem eru öll vottuð. Ég hvet þennan unga strák úr Borgarnesi til að mæta þar og hlaða aftur í byssurnar og láta vaða,“ segir Friðleifur. Gjaldið sé rukkað frá hlaupurum Spurður út í kostnaðinn sem fylgir því að fá vottun svarar Friðleifur því að hugsunin sé sú að hlauparar greiði sjálfir fyrir að fá tíma sinn skráðan í afrekaskrá: „Vottunin fer þannig fram að hlaupið sjálft, með dómara og því umstangi sem því fylgir, er sirka 40.000 krónur. Síðan er tekið gjald fyrir hvern skráðan lokatíma sem fer inn í afrekaskrána. Það gjald er 150 krónur fyrir hvern hlaupara. Þetta gjald rukka hlaupahaldarar hlauparana um. Frjálsíþróttasambandið ætlast sem sagt til að hlauparar greiði þetta gjald, og það er þá hlaupahaldarans að koma þessu gjaldi inn í sitt þátttökugjald.“ Reykjavíkurmaraþon Hlaup Tengdar fréttir ÍBR sækir um vottun á Reykjavíkurmaraþoninu sem er að seljast upp Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur sent inn umsókn, eftir að umsóknarfrestur rann út, um vottun Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á hálfu og heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst. Nær uppselt er í báðar keppnir. Þrátt fyrir að umsóknin hafi borist of seint verður hún tekin til afgreiðslu. 8. ágúst 2024 11:51 Kurr í hlaupaheiminum vegna óvissu með Reykjavíkurmaraþonið Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur. 22. maí 2024 08:31 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Sindri Karl Sigurjónsson kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupinu á laugardaginn, eða á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en met Kára Steins frá því fyrir 24 árum, en metið stendur enn. Það er vegna þess að ekki var sótt um vottun fyrir 10 kílómetra hlaupið, heldur aðeins fyrir keppnina í hálfmaraþoni og maraþoni sem þó ríkti óvissa um lengi vel. „Algjörlega ákvörðun hlaupahaldara“ „Það er algjörlega ákvörðun hlaupahaldara hvort sóst er eftir vottun Frjálsíþróttasambandsins,“ segir Friðleifur Friðleifsson, formaður langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðstandendur Reykjavíkurmaraþonsins spöruðu sér, samkvæmt svörum Friðleifs, tæplega 900.000 krónur með því að fá ekki vottun á 10 kílómetra hlaupinu. Í vottuninni felst nefnilega að rukkað er 150 króna gjald fyrir hvern hlaupara sem fær tíma skráðan í afrekaskrá FRÍ, auk um 40.000 króna grunnkostnaðar. „Með þessari vottun Frjálsíþróttasambandsins er í fyrsta lagi verið að segja fólki að hlaup eru íþróttaviðburður. Í annan stað er verið að leggja út brautina með viðurkenndum mælingamanni, gera kröfu um ákveðinn aðbúnað fyrir hlaupara, jafnvel sjúkrahjálp í marki, öryggisþætti, og stóra hlutverkið er að það kemur einhver og dæmir hlaupið. Í þessu tilfelli er enginn að dæma 10 kílómetra hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka,“ segir Friðleifur og bætir við að mikilvægt sé að halda utan um árangur í hlaupum í afrekaskrá, og að þar sé ekki verið að bera saman ólíka hluti. Nánast öll götuhlaup fengið vottun „Við viljum að þessir viðburðir séu framkvæmdir á ákveðinn hátt, og með dómara. Það er þannig í íþróttasamfélaginu öllu, að árangur verður sjaldnast viðurkenndur nema með dómara. Ástæðan fyrir því að 10 kílómetra hlaupið var ekki vottað, en hinar vegalengdirnar voru það, er spurning fyrir hlaupahaldara. Við höfum lagt mikla áherslu á að fá sem flest hlaup inn í vottunarkerfi sambandsins. Ég held að ég geti fullyrt að nánast öll götuhlaup hafi farið inn í þetta vottunarferli og það eru til dæmis fram undan þrjú götuhlaup á næstunni sem eru öll vottuð. Ég hvet þennan unga strák úr Borgarnesi til að mæta þar og hlaða aftur í byssurnar og láta vaða,“ segir Friðleifur. Gjaldið sé rukkað frá hlaupurum Spurður út í kostnaðinn sem fylgir því að fá vottun svarar Friðleifur því að hugsunin sé sú að hlauparar greiði sjálfir fyrir að fá tíma sinn skráðan í afrekaskrá: „Vottunin fer þannig fram að hlaupið sjálft, með dómara og því umstangi sem því fylgir, er sirka 40.000 krónur. Síðan er tekið gjald fyrir hvern skráðan lokatíma sem fer inn í afrekaskrána. Það gjald er 150 krónur fyrir hvern hlaupara. Þetta gjald rukka hlaupahaldarar hlauparana um. Frjálsíþróttasambandið ætlast sem sagt til að hlauparar greiði þetta gjald, og það er þá hlaupahaldarans að koma þessu gjaldi inn í sitt þátttökugjald.“
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Tengdar fréttir ÍBR sækir um vottun á Reykjavíkurmaraþoninu sem er að seljast upp Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur sent inn umsókn, eftir að umsóknarfrestur rann út, um vottun Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á hálfu og heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst. Nær uppselt er í báðar keppnir. Þrátt fyrir að umsóknin hafi borist of seint verður hún tekin til afgreiðslu. 8. ágúst 2024 11:51 Kurr í hlaupaheiminum vegna óvissu með Reykjavíkurmaraþonið Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur. 22. maí 2024 08:31 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
ÍBR sækir um vottun á Reykjavíkurmaraþoninu sem er að seljast upp Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur sent inn umsókn, eftir að umsóknarfrestur rann út, um vottun Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á hálfu og heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst. Nær uppselt er í báðar keppnir. Þrátt fyrir að umsóknin hafi borist of seint verður hún tekin til afgreiðslu. 8. ágúst 2024 11:51
Kurr í hlaupaheiminum vegna óvissu með Reykjavíkurmaraþonið Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur. 22. maí 2024 08:31