Um er að ræða 267 fermetra eign tveimur hæðum á eftirsóttum stað við Laugardalinn. Ásett verð er 280 milljónir.

Húsið er byggt í svokölluðum fúnkís stíl og einstakt fyrir margar sakir. Má þar nefna drápuhlíðargrjót, stóra glugga og arinn í miðri stofu sem er einkennandi fyrir tíðarandann. Veglegt viðarparket á gólfum.
Rut Káradóttir innanhúsarkitekt kom að hönnun hússins að innan.
Heimili hjónanna hefur verið innréttað á smekklegan og hlýlegan máta þar sem klassísk hönnun og listaverk eru í forgrunni.
Eldhús er rúmgott búið sérsmíðaðri hvítri innréttingu með kvartsstein á borðum. Úr eldhúsi er opið inn í bjarta borðstofu og stofu með stórum gluggum og útsýni yfir Laugardalinn. Í húsinu eru sex svefnherbergi og tvö baðherbergi. Umhverfis húsið er fallegur og skjólsæll garður með heitum potti og matjurtargörðum.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.



