„Þrjú börn tekin með hnífa hér á Akureyri“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 13:17 Fjórir gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri eftir skemmtanahald næturinnar þar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af þremur undir lögaldri sem báru hnífa um helgina. Foreldrar og lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri staðfestir útköllin um helgina. RÚV greindi fyrst frá útkalli sérsveitar vegna drengs sem ógnaði yngri börnum með hnífi á skólalóð í bænum um helgina. „Við hjá lögreglunni höfum lengi haft áhyggjur af vopnaburði, ekki bara ungmenna heldur fullorðins fólks líka. Við erum í mjög þéttu samstarfi við barnavernd, skólana og erum að gera það sem við getum til að taka þéttingsfast á þessum málum,“ segir Skarphéðinn. Lögregla deili áhyggjum með foreldrum. „Það eru mörg dæmi um vopnaburð. Við hvetjum foreldra til að taka þetta samtal við börnin sín um það hversu hættulegur vopnaburður er, hvað hnífar geta valdið miklu tjóni og kanna það hvort börnin þeirra hafi verið með vopn. Bara ganga í þetta,“ segir Skarphéðinn. Á menningarnótt var sérsveit kölluð út vegna fyrrgreinds máls. Það er í samræmi við verklag lögreglu þegar tilkynnt er um vopnaburð. Fleiri smabærileg tilvik komu á borð lögreglunnar á Akureyri um helgina. „Það voru þrjú börn, undir átján ára aldri, tekin með hnífa hér á Akureyri,“ segir Skarphéðinn. Lögregla hafi fengið ábendingar þess efnis úr ýmsum áttum. Skarphéðinn segir nú unnið að því að koma samfélagslögreglu upp fyrir norðan. Hluti af því að herða á forvörnum og efla tengsl við aðra fagaðila. Lögreglumál Akureyri Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira
Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri staðfestir útköllin um helgina. RÚV greindi fyrst frá útkalli sérsveitar vegna drengs sem ógnaði yngri börnum með hnífi á skólalóð í bænum um helgina. „Við hjá lögreglunni höfum lengi haft áhyggjur af vopnaburði, ekki bara ungmenna heldur fullorðins fólks líka. Við erum í mjög þéttu samstarfi við barnavernd, skólana og erum að gera það sem við getum til að taka þéttingsfast á þessum málum,“ segir Skarphéðinn. Lögregla deili áhyggjum með foreldrum. „Það eru mörg dæmi um vopnaburð. Við hvetjum foreldra til að taka þetta samtal við börnin sín um það hversu hættulegur vopnaburður er, hvað hnífar geta valdið miklu tjóni og kanna það hvort börnin þeirra hafi verið með vopn. Bara ganga í þetta,“ segir Skarphéðinn. Á menningarnótt var sérsveit kölluð út vegna fyrrgreinds máls. Það er í samræmi við verklag lögreglu þegar tilkynnt er um vopnaburð. Fleiri smabærileg tilvik komu á borð lögreglunnar á Akureyri um helgina. „Það voru þrjú börn, undir átján ára aldri, tekin með hnífa hér á Akureyri,“ segir Skarphéðinn. Lögregla hafi fengið ábendingar þess efnis úr ýmsum áttum. Skarphéðinn segir nú unnið að því að koma samfélagslögreglu upp fyrir norðan. Hluti af því að herða á forvörnum og efla tengsl við aðra fagaðila.
Lögreglumál Akureyri Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Sjá meira