Áfengið innan seilingar Helgi Héðinsson skrifar 31. ágúst 2024 08:02 Coca Cola, eitt verðmætasta vörumerki heims um áratuga skeið, náði framúrskarandi árangri með ákaflega einfaldri hugmyndafræði. Ofuráhersla á dreifingu, að vera ætíð innan seilingar (e. within arm‘s reach). Við þekkjum þetta frá sjálfsölum, þegar við ferðumst um heiminn og hvert sem litið er má sjá vörur þeirra, en einnig hér heima á Íslandi þegar við förum í verslanir, sjoppur, bensínstöðvar, sundlaugar og svo framvegis. Að margra mati er þetta einhver árangursríkasta áhersla í sögu markaðsmála, enda árangur Coca Cola óumdeildur. Fyrirtækið er nú verðmetið á ríflega 43 þúsund milljarða króna. Lögmálin Þegar kemur að árangri í sölu á vörum er í megin atriðum fernt sem máli skiptir. Varan sjálf og eiginleikar hennar, verðið, kynningar- og markaðsstarf og dreifing. Þetta er þaulrannsakað og litið á sem lögmál í markaðsfræðum. Áherslur Coca Cola komu upp í huga undirritaðs í tengslum við umræðu um sölu og dreifingu á áfengi í Íslandi. Sögu Coca Cola og lögmál markaðsfræðinnar þekkja auðvitað hagsmunaöfl sem vilja auka aðgengi og dreifingu á áfengi þó oft sé leitast við í umræðunni að skauta fram hjá þeirri staðreynd og því slegið fram að hér sé um einhvers konar mannréttindi að ræða. Að frelsið standi og falli með auknu aðgengi að áfengi sem nú þegar er all nokkuð og að þetta skipti í raun engu máli. Þá er því gjarnan slegið fram að takmörkun á aðgengi og dreifingu sé tímaskekkja og gamaldags, en því fer sannarlega fjarri, enda dreifing eitt allra mikilvægasta verkfærið þegar kemur að sölu á vörum. Það lögmál stendur og hefur ekkert breyst. Íslenska forvarnamódelið Um árabil hefur hér á landi ríkt fyrirkomulag og stefna sem byggir á því að virkja allt samfélagið með forvörnum, takmörkuðu aðgengi og stýringu í gegnum ÁTVR. Það fyrirkomulag, sem aðrar þjóðir líta öfundaraugum, hefur tryggt okkur einhverja bestu stöðu í heimi þegar kemur að áfengisneyslu, ekki síst meðal ungmenna. Ástæður þess hafa verið tíundaðar í fjölda greina meðal annars eftir heilbrigðisráðherra og sérfræðinga á sviði forvarna og óþarft að fara nánar út í hér, en það er ekki tilviljun að hvergi bólar á aðilum sem koma að heilbrigðismálum eða félagasamtökum á sviði heilbrigðismála sem tala fyrir auknu aðgengi og þar með aukinni neyslu á áfengi. Þegar allt kemur til alls Þegar allt kemur til alls er málið í raun einfalt. Baráttan um aukið aðgengi og dreifingu á áfengi snýst aðeins um hagsmuni. Annars vegar er um að ræða hagsmuni samfélagsins, kostnað sem leggst á samfélagið vegna áfengisneyslu og harm sem áfengisneysla veldur og við þekkjum svo mörg. Hins vegar eru þarna undir gífurlegir einkahagsmunir aðila sem sjá hag í því að auka dreifingu og þar með neyslu á áfengi. Við þurfum einfaldlega að velta því fyrir okkur hvort við viljum verja það fyrirkomulag sem reynst hefur vel og skipað okkur í fremstu röð meðal þjóða í þessum málaflokki, eða láta undan einkahagsmunum og talsmönnum þeirra. Höfundur er markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Coca Cola, eitt verðmætasta vörumerki heims um áratuga skeið, náði framúrskarandi árangri með ákaflega einfaldri hugmyndafræði. Ofuráhersla á dreifingu, að vera ætíð innan seilingar (e. within arm‘s reach). Við þekkjum þetta frá sjálfsölum, þegar við ferðumst um heiminn og hvert sem litið er má sjá vörur þeirra, en einnig hér heima á Íslandi þegar við förum í verslanir, sjoppur, bensínstöðvar, sundlaugar og svo framvegis. Að margra mati er þetta einhver árangursríkasta áhersla í sögu markaðsmála, enda árangur Coca Cola óumdeildur. Fyrirtækið er nú verðmetið á ríflega 43 þúsund milljarða króna. Lögmálin Þegar kemur að árangri í sölu á vörum er í megin atriðum fernt sem máli skiptir. Varan sjálf og eiginleikar hennar, verðið, kynningar- og markaðsstarf og dreifing. Þetta er þaulrannsakað og litið á sem lögmál í markaðsfræðum. Áherslur Coca Cola komu upp í huga undirritaðs í tengslum við umræðu um sölu og dreifingu á áfengi í Íslandi. Sögu Coca Cola og lögmál markaðsfræðinnar þekkja auðvitað hagsmunaöfl sem vilja auka aðgengi og dreifingu á áfengi þó oft sé leitast við í umræðunni að skauta fram hjá þeirri staðreynd og því slegið fram að hér sé um einhvers konar mannréttindi að ræða. Að frelsið standi og falli með auknu aðgengi að áfengi sem nú þegar er all nokkuð og að þetta skipti í raun engu máli. Þá er því gjarnan slegið fram að takmörkun á aðgengi og dreifingu sé tímaskekkja og gamaldags, en því fer sannarlega fjarri, enda dreifing eitt allra mikilvægasta verkfærið þegar kemur að sölu á vörum. Það lögmál stendur og hefur ekkert breyst. Íslenska forvarnamódelið Um árabil hefur hér á landi ríkt fyrirkomulag og stefna sem byggir á því að virkja allt samfélagið með forvörnum, takmörkuðu aðgengi og stýringu í gegnum ÁTVR. Það fyrirkomulag, sem aðrar þjóðir líta öfundaraugum, hefur tryggt okkur einhverja bestu stöðu í heimi þegar kemur að áfengisneyslu, ekki síst meðal ungmenna. Ástæður þess hafa verið tíundaðar í fjölda greina meðal annars eftir heilbrigðisráðherra og sérfræðinga á sviði forvarna og óþarft að fara nánar út í hér, en það er ekki tilviljun að hvergi bólar á aðilum sem koma að heilbrigðismálum eða félagasamtökum á sviði heilbrigðismála sem tala fyrir auknu aðgengi og þar með aukinni neyslu á áfengi. Þegar allt kemur til alls Þegar allt kemur til alls er málið í raun einfalt. Baráttan um aukið aðgengi og dreifingu á áfengi snýst aðeins um hagsmuni. Annars vegar er um að ræða hagsmuni samfélagsins, kostnað sem leggst á samfélagið vegna áfengisneyslu og harm sem áfengisneysla veldur og við þekkjum svo mörg. Hins vegar eru þarna undir gífurlegir einkahagsmunir aðila sem sjá hag í því að auka dreifingu og þar með neyslu á áfengi. Við þurfum einfaldlega að velta því fyrir okkur hvort við viljum verja það fyrirkomulag sem reynst hefur vel og skipað okkur í fremstu röð meðal þjóða í þessum málaflokki, eða láta undan einkahagsmunum og talsmönnum þeirra. Höfundur er markaðsfræðingur og framkvæmdastjóri Framsóknar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar