„Þýðir ekkert að keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 20:17 Hjónin ferðuðust fleiri þúsund kílómetra á rafmagnsbílnum um meginland Evrópu í sumar. Facebook „Það var margt sem kom skemmtilega á óvart en kannski annað sem olli mér vonbrigðum,“ segir Jean-Rémi Chareyre sem í sumar hélt í ferðalag ásamt eiginkonu sinni um Evrópu þar sem þau ferðuðust um átta þúsund kílómetra, án vandræða, á rafmagnsbíl. „Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi. Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Þau sem að eiga rafmagnsbíl þekkja það yfirleitt að þýðir ekkert að fara í ferðalag og bara keyra og bíða þangað til það eru fimm prósent eftir af rafhlöðunni til að velta fyrir sér hvar á að hlaða. Maður þarf að vera alltaf svolítið undirbúinn,“ segir Jean-Rémi. Hjónin lögðu af stað með Norrænu frá Seyðisfirði og héldu þaðan til Danmerkur. Þaðan óku þau sem leið lá um Þýskaland, Frakkland, Spán, Belgíu og Holland, og síðan til baka aftur í gegnum Þýskaland og Danmörku. Jean-Rémi lýsti ferðalaginu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, en hann segir ferðalagið hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og telur innviðina á meiginlandinu til að ferðast um á rafmagnsbíl þónokkuð betri en á Íslandi. Drægnin meiri í góða veðrinu Þetta var í fyrsta skiptið sem þau hjón fóru í svo langt ferðalag erlendis á rafmagnsbílnum. Hann segir hafa skipt sköpum að hafa kynnt sér vel hvaða fyrirtæki bjóði upp á hraðhleðslustöðvar á meginlandinu og gætti þess að vera meðvitaður um hleðslustöðvar á leiðinni. „Það er orðið frekar þétt net af þessum stöðvum. Eins og í Frakklandi þar sem við vorum til dæmis, þar eru komnar yfir hundrað af þessum stöðvum frá þessu fyrirtæki,“ segir Jean-Rémi um einn risann á þeim markaði. Þá segir hann að í góðu veðri í Evrópu hafi komst bíllinn lengra á hverri hleðslu en almennt heima á Íslandi. „Það má segja að innviðirnir séu aðeins á undan,“ segir Jean-Rémi. „Það kom á óvart að það er komið mikið af hraðhleðslustöðvum og það er oft mjög mikið af stöðvum á hverjum stað þannig maður lendir ekki í að koma á stað og það er bara ein stöð og hún er upptekin. Það er dálítið leiðinlegt, þá þarf maður oft að bíða lengi.“ Þau hafi talið allt upp í tuttugu hleðslustöðvar á sama stað. „Það sem var ekki eins gott er að ég var að vona að við gætum hlaðið meira á gististöðunum þar sem við vorum að gista,“ bætir hann við, en þrátt fyrir að sumir gististaðanna hafi sagst á bókunarsíðum hafa upp á að bjóða aðstöðu til að hlaða rafbíl hafi það ekki alltaf verið raunin. Rafmagnið hafi hins vegar verið nokkuð dýrara á meginlandinu heldur en á Íslandi.
Ferðalög Bílar Samgöngur Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira