Reisa 350 metra af girðingum á dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 13:31 Hættulegustu svæði bæjarins verða girt af með girðingum sem samtals verða tæpir sjö kílómetrar. Vísir/Arnar Vinna við að fylla í sprungur og girða af hættuleg svæði í Grindavík er hafin. Tæplega sjö kílómetrar af girðingu verða lagðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í október. Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira