Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 08:35 Bjarni Benediktsson og Franklín Ernir Kristjánsson. Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. „Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi,“ segir Franklín í aðsendri grein á Vísi, þar sem hann greinir frá því að „Valhöll“ hafi sett sig upp á móti því að viðtöl yrðu tekin um stöðu flokksins á flokksráðsfundinum um helgina. „Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn,“ segir Franklín. Óþægileg spenna hafi legið í loftinu á flokksþinginu, þar sem menn hefðu beðið „örvæntingafullir“ eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við því að mælast með minna fylgi en Miðflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Bíði eftir því að „syndakladdinn“ þurrkist út Að sögn Franklíns freistaði formaðurinn, Bjarni Benediktsson, þess að axla ábyrgð en greip á sama tíma til þeirrar myndlíkingar að flokkurinn væri eins og íþróttalið og nú mætti ekki bara leggjast í jörðina og grenja. „Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara,“ segir Franklín hinsvegar. „Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið.“ Franklín segir ekkert hafa orðið úr því að menn fengju að spyrja forystuna spjörunum úr á flokksþinginu. Niðurstaða fundarins virðist hafa verið sú að planið væri að Bjarni endurheimti fyrri vinsældir eða að „syndakladdi flokksins“ þurrkaðist út þegar Bjarni færi. „Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt,“ segir Franklín. „Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi,“ segir Franklín í aðsendri grein á Vísi, þar sem hann greinir frá því að „Valhöll“ hafi sett sig upp á móti því að viðtöl yrðu tekin um stöðu flokksins á flokksráðsfundinum um helgina. „Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn,“ segir Franklín. Óþægileg spenna hafi legið í loftinu á flokksþinginu, þar sem menn hefðu beðið „örvæntingafullir“ eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við því að mælast með minna fylgi en Miðflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Bíði eftir því að „syndakladdinn“ þurrkist út Að sögn Franklíns freistaði formaðurinn, Bjarni Benediktsson, þess að axla ábyrgð en greip á sama tíma til þeirrar myndlíkingar að flokkurinn væri eins og íþróttalið og nú mætti ekki bara leggjast í jörðina og grenja. „Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara,“ segir Franklín hinsvegar. „Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið.“ Franklín segir ekkert hafa orðið úr því að menn fengju að spyrja forystuna spjörunum úr á flokksþinginu. Niðurstaða fundarins virðist hafa verið sú að planið væri að Bjarni endurheimti fyrri vinsældir eða að „syndakladdi flokksins“ þurrkaðist út þegar Bjarni færi. „Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt,“ segir Franklín. „Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira