Heitustu trendin fyrir haustið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. september 2024 07:03 Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í haust. SAMSETT Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum. Lífið á Vísi ræddi því við ýmsa aðila úr ólíkum áttum samfélagsins sem eiga það sameiginlegt að vita hvað þau syngja þegar það kemur að heitustu trendunum í haust. Tíska Díana Rós Breckmann, stílisti og eigandi Harajuku Apparel: Díana Rós Breckmann er alltaf með puttann á púlsinum þegar það kemur að tísku.Instagram @dianabreckmann „Heildar stemningin finnst mér vera tengd áferð, sem hjálpar við að mynda heildar lúkk eða heildar form. Mér finnst stemningin vera að fara frá því að vera of mikið af lögum (e. over layered) og „over thrifted“ eða of nytjamarkaðslegt í útliti yfir í meira afslappaða stíliseringu og minna þvingaða. Ekki beint meira er minna eða less is more en samt í þá áttina. Áferð verður aðal málið á flíkum og töskum og fáguð stemning liggur yfir öllu. Aðallega þetta afslappaða og fyrirhafnarlausa, að fólk líti vel út og sé vel stíliserað og klætt en á fyrirhafnarlausan hátt hvort sem að það er kvenlegt eða meira masculine, lúkk af nytjamörkuðum eða r&b/skater/hip hop. Þetta er óháð stíl finnst mér. Meira stílhreint en samt ekki hamlandi á þann máta að mynstur, form, skart og annað detti út. Cargo buxur detta út og góðar gallabuxur eða buxur í flottu sniði koma inn. Ekki mikið þröngt eins og til dæmis y2k en meira samspil á lausara og þrengra dressi. Fleira sem trendar verður: Gaddar á töskum og beltum en ekki beint pönkað. Leður hobo töskur eins og Kalda, töskur sem duga og líta alltaf vel út en með þetta djúsí lúkk. Sem dæmi Bottega Veneta töskur, mögulega með einhverjum smáatriðum. View this post on Instagram A post shared by New Bottega Veneta (@newbottega) Kúa print og hestahárs víbrur á töskum og skóm sem kemur frá nytjamörkuðum. Rúskinn á töskum, jökkum og skóm. Sophia Geiss glæsileg í kúa mynstri.Jeremy Moeller/Getty Images Jarðlitir held ég að komi sterkir inn og brúnir tónar þegar líður á vetur. Mögulega verða smáatriði á borð við kögur vinsæl og vínrauður/ vel dökk rauður litur sömuleiðis. Gull og silfur í skarti en ekki of áberandi heldur stílhreinna, í smá bóhó vintage búningi. Kaldur grár litur í settum eða dragt, old school hip hop of stórar flíkur í bland við þrengri flíkur.“ Billie Eilish klæðir sig mikið í old school hip hop stíl.Emma McIntyre/Getty Images for ABA Hár og förðun Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og hársnyrtir: Förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María deilir trendum haustsins. Hún var að fara af stað með þættina Fagurfræði.Skjáskot/Vísir Förðun „Það er alltaf gaman að sjá þegar áherslur breytast með árstíðum en við sjáum breytingu á því að ljómandi „dewy“ húð sem hefur verið mjög áberandi síðastliðið ár er að detta út. Létt mött húð er að koma til baka, ekki eins og hún var með þykkum þekjandi förðum heldur létt flauels áferð með möttum farða. Augabrúna trendið er líka að breytast en þessar miklu „bushy brows“ eru að detta út og náttúrulegri augabrúnir að koma inn í staðin. Það sem helst inni í haust eru kinnalitir, en þeir hafa verið mjög áberandi upp á síðkastið og það verður engin breyting þar á. Verum óhrædd við að fríska upp á förðunina með fallegum kinnalit, jafnvel í frekar sterkum lit. Það er mjög skemmtilegt að sjá að margt úr gömlu góðu 90‘s förðunartískunni er að koma sterkt inn núna. Kaldir augnskuggar, smudgeaðir eyelinerar og smokey augu verður til dæmis mjög heitt í haust. Grár, blár, grænn og silfur eru litirnir til að leika sér með í haust. Smokey augnförðun verður heit í haust að sögn Rakelar.Getty Síðast en ekki síst er það rauðbrúnn, burgundy „cherry“ litur sem verður mjög áberandi í haust. Hvort sem þú notar hann á varirnar , augun eða sem kinnalit þá er þessi litatónn algjörlega málið í haust. Þessi litatónn hentar öllum húðtónum svo alls ekki vera hrædd við að prófa ykkur áfram með þetta trend.“ Hár „Við höldum áfram að sjá mikið af allskonar útfærslum af toppum. Að ramma inn andlitið með svokölluðum „curtail bangs“ eða styttum við andlitið verður áfram mjög vinsælt í haust. Styttur og hreyfing í hárinu verður algjörlega málið. Bob klippingin verður mjög heit í haust og margir sem láta síðu lokkana fjúka eftir sumarið. 90‘s „blowout“ heldur áfram að vera mjög vinsælt en til þess að ná fullkomnum blæstri er einmitt mikilvægt að hafa styttur í hárinu. Svokölluð blowout hárblásun í hárgreiðslu er vinsæl í dag.Getty Mildir litir eru að koma inn í haust og þessi aflitunar ljósi litur er að detta út. Mýkri litir jafnvel með aðeins dekkri skugga í rótina eru að koma sterkir inn í haust. Kaldir tónar fara út og hlýjir hunangs, karmellu tónar koma inn. Túberingarbursti ætti að vera skyldueign í haust ef þú vilt fylgja tísku straumum en 60‘s greiðslur eru að koma sterkar inn. Lana Del Ray hefur skartað þessari greiðslu mikið sem nú er að verða eitt heitasta tísku trendið. Slaufur og hárbönd í Blair Waldorf úr Gossip Girl stíl verða mjög áberandi og passa vel inn í 60‘s stílinn.“ Blair Waldorf er ákveðin tísku goðsögn.James Devaney/WireImage Matur Þráinn Freyr Vigfússon, Michelin kokkur og eigandi Óx: Þráinn rekur Michelin staðinn Óx.Instagram @thrainnfreyr „Ég held að trendin í ár séu meira grænmeti. Grænmeti er alltaf að verða meira hlutfall af fæðu okkar. Kryddinn eru að koma meira inn við erum byrjuð að krydda matinn meira með skemtilegum kryddum. Minni notkun á Majones/aioli á veitingastöðum á Íslandi er eitthvað sem við munum sjá í vetur og hráefnið fái að njóta sín án þess að það sé þakið í sósu.“ Grænmetið verður enn vinsælla í haust og vetur.Getty Drykkir Jakob Eggertsson, barþjónn og eigandi Jungle, Bingó og Daisy: Jakob Eggertsson hefur tekið þátt í barþjónakeppnum úti í heimi. Hann deilir uppskrift af kokteil sem hann telur að muni trenda í haust.Instagram @jakobeggerts „Eftir eitt versta sumar sem sést hefur á íslandi í mörg ár og dagarnir eru byrjaðir að styttast þá er gott að kíkja inn á huggulegan kokteilbar til að gleyma sér aðeins. Trendin sem ég sé fyrir mér eru nokkur. Svokallaðir „savoury“ eða saðsamir drykkir munu fá sína athygli og Íslendingar munu uppgvötva brögð sem flestir myndu sjaldan tengja við drykki. Hráefni með umami brögðum eins og t.d. sveppir, sjávarþang og ostar er eitthvað sem íslenskir kokteilbarir ættu að huga að fyrir komandi kalda rigningardaga. Back to basics: Fleiri týpur af klassískum kokteilum verða bara vinsælli og vinsælli. Drykkir sem hafa verið vinsælir í fleiri tugi ára í New York og London eru að lenda á íslandi. Næst þegar þú ert að kreiva Gimlet prófaðu þá að biðja um Corpse reviver nr.2. Ef þú ert í stuði fyrir Whiskey sour prufaðu þá að biðja frekar um Gold rush eða Paper plane. Elskarðu Old fashioned? Prófaðu þá eithvern tímann Sazerac. Að lokum munu óáfengir kokteilar halda sínu striki áfram upp á við í vinsældum. Með síauknu úrvali af gæða óáfengum vörum og góðum metnaði í barþjónum á Íslandi þá verða þessir drykkir einungis betri og betri.“ A grape forrest (óáfengur) uppskrift: 40 ml Everleaf Forrest 10 ml ferskur lime safi 150 ml Thomas Henry grapefruit lemonade Öllu blandað saman í glas með stútfullt af klökum og skreytt með lime sneið. Grapefruit óáfengur kokteill með lime sneið.Getty Penicillin (klassískur kokteill): 45ml blended scotch 15ml engifer sýróp* 20ml ferskur sítrónusafi 20ml hunangssýróp* 10ml reykt vískí Allt sett saman í hristara nema reykta viskíið, hrist saman með klökum og síðan sigtað í glas með ferskum klökum. Að lokum er reykta viskíinu helt varlega yfir drykkinn. *Engifer sýróp: 1dl sykur, 1dl ferskur saxaðaur engifer og 1dl af sjóðandi vatni sett saman í blandara í 2 mín og síðan sigtað. *Hunangssýróp: 3dl hunang á móti 1dl af vatni sett saman í pott. Hitið létt þar til hunangið leysist upp. Penicillin kokteillinn virðist njóta vinsælda um þessar mundir.Getty Hreyfing Gerða IN SHAPE: Gerður Jónsdóttir, betur þekkt sem Gerða InShape, deilir haust trendunum í hreyfingu og heilsu.Íris Dögg „Breytingaskeiðið og góð þarmaflóra mun trenda í haust. Það er mikil vakning varðandi það að tengja góða þarmaflóru við andlega og líkamlega heilsu og draga þar með úr unnum matvörum eða bara skoða betur þau innihaldsefni sem verið er að innbyrgða. Breytingaskeiðið á eftir að vera meira í umræðunni tengt heilsu og persónulega væri ég til í að sjá miklu meira um opnar umræður og reynslusögur varðandi það sem gæti hjálpað helling af konum bæði hvað varðar bætiefni og æfingar. Sauna er mjög vinsæl og verður það áfram. Sauna styrkir hjarta og æðakerfið og hjálpar líkamanum að losa eiturefni svo eitthvað sé nefnt. Gerða spáir miklum vinsældum á saunu ferðum í haust og vetur.Getty Æfingar verða í meira jafnvægi, það verður meira lögð áhersla á að vinna á öllum kerfum líkamans í staðin fyrir að einblína alltaf á sömu æfingarnar. Sem dæmi að blanda saman lyftingum, þolæfingum og liðleika æfingum. Varðandi mataræði þá er það sama og hefur verið undanfarið að borða mat sem næst því sem hann kemur úr náttúrunni og minna af unnum matvörum. Útiveran heldur áfram að vera vinsæl í öllum formum enda er hún toppurinn!“ Tónlist DJ Guðný Björk: Plötusnúðurinn Guðný Björk tekur púlsinn á tónlistartrendum haustsins.Róbert Arnar „Ég trúi því að tónlist endurspegli oft skap og lífsstíl hlustenda hennar. Fólk sem er ánægt hefur tilhneigingu til að hlusta á hressandi tónlist og það er einmitt það sem ég hef verið að sjá meira af núna í sumar. Út frá þessari pælingu finnst mér svo ótrúlega áhugavert að fylgjast með tónlistar trendum. Sem Íslendingur er það alveg extra heillandi að mínu mati þar sem fólk upplifir oft mikinn mun á geðheilsu og rútínu vegna ýktra árstíða og skammdegis. Undanfarið hef ég tekið eftir breytingum í tónlistarsenunni, í takt við sumarið og þá gleði sem fylgir því. Svo virðist sem fólk sé farið að sækja meira í teknó- og house tónlist, jafnvel þó að rapp og popp séu áfram undirstaða á lagalistum flestra. Það er stefna í átt að orkumeiri, upplífgandi takti, sem mér finnst frábært. Við getum jafnvel heyrt þessa breytingu á lögum sem hafa verið gefin út af listamönnunum okkar. Platan 1000 orð sem kom út í byrjun sumars er frábært dæmi svo eitthvað sé nefnt. Ég spái því að þessi stefna verði einnig ríkjandi í haust og vonandi fram á vetur. Haustið á Íslandi er svo frábært og margt spennandi í gangi og þar sem við fengum ekkert sérstakt sumar vona ég að fólk njóti haustsins í botn með upplífgandi lög í eyrum og fresti því eins og hægt er að stilla á skammdegis lagalistann. Varðandi einstaka lög er hins vegar erfitt að segja hver munu ráða ríkjum á klúbbum og öðrum stöðum þar sem uppgangur TikTok hefur virkilega hrist upp í tónlistariðnaðinum undanfarin ár. Það er orðið erfiðara að spá fyrir um hvaða lög verða vinsælust, þar sem TikTok getur gert nánast hvaða lag sem er að SMELLI á einni nóttu. Við höfum stöðugt flæði af góðri tónlist í símum okkar og tölvum, jafnvel með sérsniðna playlista fyrir hvern og einn út frá algorythma. Ég held ég hafi aldrei eignast jafn mörg uppáhalds lög á einu ári og það er rétt rúmlega hálfnað. Því þykir mér líklegt að lög haustins verði mörg og mismunandi, eitthvað fyrir alla. Ef ég þyrfti að veðja á einhver til að trenda núna í haust myndi það vera Bara vera með Young Nazareth, Elli Egils með Herra hnetusmjöri og svo TikTok smellir á borð við Million dollar baby og svo auðvitað hittarar frá Sabrinu Carpenter og Charlie XCX.“ Myndlist Ásdís Þula, eigandi Þulu Gallery: Ásdís Þula Þorláksdóttir rekur Gallery Þulu og er nýkomin heim af listahátíð í Kaupmannahöfn.Aðsend „Stefnur og straumar í myndlistarheiminum lúta síbreytilegum lögmálum. Horfandi á heimsmyndina í dag sé ég að það er mikill fókus á nýjar raddir eða kannski raddir sem hafa ekki fengið upp á pallborðið eins og t.d. þema Feneyjartvíæringins þar sem sýningarstjórinn Adriano Pedrosa beindi ljósinu að þeim sem standa utangarðs með „Foreigners Everywhere“. Einnig hefur pólitískt landslag væntanlega töluverð áhrif og það verður spennandi að sjá mögulega pólitísk og gagnrýnin verk koma sterk inn. Auk þess hefur landslagsmálverkið aftur verið að sækja í sig veðrið, enda er fólk að enduruppgötva mikilvægi náttúrunnar með breyttum tímum og framtíðarhorfum og þar af leiðandi sér maður að listamenn eru mikið að notast við hin ýmsu náttúrulegu efni. Landslagsmálverkið er að koma aftur.Getty Í beinu samtali við það þá má nefna keramik, gler og pappa skúlptúra sem voru áberandi á CHART Art Fair í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi. Málverkin hafa klárlega risið úr dvala undanfarið en nú eru líka skúlptúrarnir eru að riðja sér rúms fyrir utan veggi safna og sýningarsala og farnir að finna sér staði innan heimila. En þó svo að ýmsu gæti innan samfélaga og heimsmála þá má þó finna létta báru streyma í gegnum pólitíska niðinn þar sem litagleði og meme‘s og viral augnablik fá að leika með. Þetta er svo sannarlega skemmtilegur tími og ég hlakka til að sjá hvert hann ber okkur næst.“ Tíska og hönnun Hár og förðun Matur Drykkir Myndlist Tónlist Menning Heilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Lífið á Vísi ræddi því við ýmsa aðila úr ólíkum áttum samfélagsins sem eiga það sameiginlegt að vita hvað þau syngja þegar það kemur að heitustu trendunum í haust. Tíska Díana Rós Breckmann, stílisti og eigandi Harajuku Apparel: Díana Rós Breckmann er alltaf með puttann á púlsinum þegar það kemur að tísku.Instagram @dianabreckmann „Heildar stemningin finnst mér vera tengd áferð, sem hjálpar við að mynda heildar lúkk eða heildar form. Mér finnst stemningin vera að fara frá því að vera of mikið af lögum (e. over layered) og „over thrifted“ eða of nytjamarkaðslegt í útliti yfir í meira afslappaða stíliseringu og minna þvingaða. Ekki beint meira er minna eða less is more en samt í þá áttina. Áferð verður aðal málið á flíkum og töskum og fáguð stemning liggur yfir öllu. Aðallega þetta afslappaða og fyrirhafnarlausa, að fólk líti vel út og sé vel stíliserað og klætt en á fyrirhafnarlausan hátt hvort sem að það er kvenlegt eða meira masculine, lúkk af nytjamörkuðum eða r&b/skater/hip hop. Þetta er óháð stíl finnst mér. Meira stílhreint en samt ekki hamlandi á þann máta að mynstur, form, skart og annað detti út. Cargo buxur detta út og góðar gallabuxur eða buxur í flottu sniði koma inn. Ekki mikið þröngt eins og til dæmis y2k en meira samspil á lausara og þrengra dressi. Fleira sem trendar verður: Gaddar á töskum og beltum en ekki beint pönkað. Leður hobo töskur eins og Kalda, töskur sem duga og líta alltaf vel út en með þetta djúsí lúkk. Sem dæmi Bottega Veneta töskur, mögulega með einhverjum smáatriðum. View this post on Instagram A post shared by New Bottega Veneta (@newbottega) Kúa print og hestahárs víbrur á töskum og skóm sem kemur frá nytjamörkuðum. Rúskinn á töskum, jökkum og skóm. Sophia Geiss glæsileg í kúa mynstri.Jeremy Moeller/Getty Images Jarðlitir held ég að komi sterkir inn og brúnir tónar þegar líður á vetur. Mögulega verða smáatriði á borð við kögur vinsæl og vínrauður/ vel dökk rauður litur sömuleiðis. Gull og silfur í skarti en ekki of áberandi heldur stílhreinna, í smá bóhó vintage búningi. Kaldur grár litur í settum eða dragt, old school hip hop of stórar flíkur í bland við þrengri flíkur.“ Billie Eilish klæðir sig mikið í old school hip hop stíl.Emma McIntyre/Getty Images for ABA Hár og förðun Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og hársnyrtir: Förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María deilir trendum haustsins. Hún var að fara af stað með þættina Fagurfræði.Skjáskot/Vísir Förðun „Það er alltaf gaman að sjá þegar áherslur breytast með árstíðum en við sjáum breytingu á því að ljómandi „dewy“ húð sem hefur verið mjög áberandi síðastliðið ár er að detta út. Létt mött húð er að koma til baka, ekki eins og hún var með þykkum þekjandi förðum heldur létt flauels áferð með möttum farða. Augabrúna trendið er líka að breytast en þessar miklu „bushy brows“ eru að detta út og náttúrulegri augabrúnir að koma inn í staðin. Það sem helst inni í haust eru kinnalitir, en þeir hafa verið mjög áberandi upp á síðkastið og það verður engin breyting þar á. Verum óhrædd við að fríska upp á förðunina með fallegum kinnalit, jafnvel í frekar sterkum lit. Það er mjög skemmtilegt að sjá að margt úr gömlu góðu 90‘s förðunartískunni er að koma sterkt inn núna. Kaldir augnskuggar, smudgeaðir eyelinerar og smokey augu verður til dæmis mjög heitt í haust. Grár, blár, grænn og silfur eru litirnir til að leika sér með í haust. Smokey augnförðun verður heit í haust að sögn Rakelar.Getty Síðast en ekki síst er það rauðbrúnn, burgundy „cherry“ litur sem verður mjög áberandi í haust. Hvort sem þú notar hann á varirnar , augun eða sem kinnalit þá er þessi litatónn algjörlega málið í haust. Þessi litatónn hentar öllum húðtónum svo alls ekki vera hrædd við að prófa ykkur áfram með þetta trend.“ Hár „Við höldum áfram að sjá mikið af allskonar útfærslum af toppum. Að ramma inn andlitið með svokölluðum „curtail bangs“ eða styttum við andlitið verður áfram mjög vinsælt í haust. Styttur og hreyfing í hárinu verður algjörlega málið. Bob klippingin verður mjög heit í haust og margir sem láta síðu lokkana fjúka eftir sumarið. 90‘s „blowout“ heldur áfram að vera mjög vinsælt en til þess að ná fullkomnum blæstri er einmitt mikilvægt að hafa styttur í hárinu. Svokölluð blowout hárblásun í hárgreiðslu er vinsæl í dag.Getty Mildir litir eru að koma inn í haust og þessi aflitunar ljósi litur er að detta út. Mýkri litir jafnvel með aðeins dekkri skugga í rótina eru að koma sterkir inn í haust. Kaldir tónar fara út og hlýjir hunangs, karmellu tónar koma inn. Túberingarbursti ætti að vera skyldueign í haust ef þú vilt fylgja tísku straumum en 60‘s greiðslur eru að koma sterkar inn. Lana Del Ray hefur skartað þessari greiðslu mikið sem nú er að verða eitt heitasta tísku trendið. Slaufur og hárbönd í Blair Waldorf úr Gossip Girl stíl verða mjög áberandi og passa vel inn í 60‘s stílinn.“ Blair Waldorf er ákveðin tísku goðsögn.James Devaney/WireImage Matur Þráinn Freyr Vigfússon, Michelin kokkur og eigandi Óx: Þráinn rekur Michelin staðinn Óx.Instagram @thrainnfreyr „Ég held að trendin í ár séu meira grænmeti. Grænmeti er alltaf að verða meira hlutfall af fæðu okkar. Kryddinn eru að koma meira inn við erum byrjuð að krydda matinn meira með skemtilegum kryddum. Minni notkun á Majones/aioli á veitingastöðum á Íslandi er eitthvað sem við munum sjá í vetur og hráefnið fái að njóta sín án þess að það sé þakið í sósu.“ Grænmetið verður enn vinsælla í haust og vetur.Getty Drykkir Jakob Eggertsson, barþjónn og eigandi Jungle, Bingó og Daisy: Jakob Eggertsson hefur tekið þátt í barþjónakeppnum úti í heimi. Hann deilir uppskrift af kokteil sem hann telur að muni trenda í haust.Instagram @jakobeggerts „Eftir eitt versta sumar sem sést hefur á íslandi í mörg ár og dagarnir eru byrjaðir að styttast þá er gott að kíkja inn á huggulegan kokteilbar til að gleyma sér aðeins. Trendin sem ég sé fyrir mér eru nokkur. Svokallaðir „savoury“ eða saðsamir drykkir munu fá sína athygli og Íslendingar munu uppgvötva brögð sem flestir myndu sjaldan tengja við drykki. Hráefni með umami brögðum eins og t.d. sveppir, sjávarþang og ostar er eitthvað sem íslenskir kokteilbarir ættu að huga að fyrir komandi kalda rigningardaga. Back to basics: Fleiri týpur af klassískum kokteilum verða bara vinsælli og vinsælli. Drykkir sem hafa verið vinsælir í fleiri tugi ára í New York og London eru að lenda á íslandi. Næst þegar þú ert að kreiva Gimlet prófaðu þá að biðja um Corpse reviver nr.2. Ef þú ert í stuði fyrir Whiskey sour prufaðu þá að biðja frekar um Gold rush eða Paper plane. Elskarðu Old fashioned? Prófaðu þá eithvern tímann Sazerac. Að lokum munu óáfengir kokteilar halda sínu striki áfram upp á við í vinsældum. Með síauknu úrvali af gæða óáfengum vörum og góðum metnaði í barþjónum á Íslandi þá verða þessir drykkir einungis betri og betri.“ A grape forrest (óáfengur) uppskrift: 40 ml Everleaf Forrest 10 ml ferskur lime safi 150 ml Thomas Henry grapefruit lemonade Öllu blandað saman í glas með stútfullt af klökum og skreytt með lime sneið. Grapefruit óáfengur kokteill með lime sneið.Getty Penicillin (klassískur kokteill): 45ml blended scotch 15ml engifer sýróp* 20ml ferskur sítrónusafi 20ml hunangssýróp* 10ml reykt vískí Allt sett saman í hristara nema reykta viskíið, hrist saman með klökum og síðan sigtað í glas með ferskum klökum. Að lokum er reykta viskíinu helt varlega yfir drykkinn. *Engifer sýróp: 1dl sykur, 1dl ferskur saxaðaur engifer og 1dl af sjóðandi vatni sett saman í blandara í 2 mín og síðan sigtað. *Hunangssýróp: 3dl hunang á móti 1dl af vatni sett saman í pott. Hitið létt þar til hunangið leysist upp. Penicillin kokteillinn virðist njóta vinsælda um þessar mundir.Getty Hreyfing Gerða IN SHAPE: Gerður Jónsdóttir, betur þekkt sem Gerða InShape, deilir haust trendunum í hreyfingu og heilsu.Íris Dögg „Breytingaskeiðið og góð þarmaflóra mun trenda í haust. Það er mikil vakning varðandi það að tengja góða þarmaflóru við andlega og líkamlega heilsu og draga þar með úr unnum matvörum eða bara skoða betur þau innihaldsefni sem verið er að innbyrgða. Breytingaskeiðið á eftir að vera meira í umræðunni tengt heilsu og persónulega væri ég til í að sjá miklu meira um opnar umræður og reynslusögur varðandi það sem gæti hjálpað helling af konum bæði hvað varðar bætiefni og æfingar. Sauna er mjög vinsæl og verður það áfram. Sauna styrkir hjarta og æðakerfið og hjálpar líkamanum að losa eiturefni svo eitthvað sé nefnt. Gerða spáir miklum vinsældum á saunu ferðum í haust og vetur.Getty Æfingar verða í meira jafnvægi, það verður meira lögð áhersla á að vinna á öllum kerfum líkamans í staðin fyrir að einblína alltaf á sömu æfingarnar. Sem dæmi að blanda saman lyftingum, þolæfingum og liðleika æfingum. Varðandi mataræði þá er það sama og hefur verið undanfarið að borða mat sem næst því sem hann kemur úr náttúrunni og minna af unnum matvörum. Útiveran heldur áfram að vera vinsæl í öllum formum enda er hún toppurinn!“ Tónlist DJ Guðný Björk: Plötusnúðurinn Guðný Björk tekur púlsinn á tónlistartrendum haustsins.Róbert Arnar „Ég trúi því að tónlist endurspegli oft skap og lífsstíl hlustenda hennar. Fólk sem er ánægt hefur tilhneigingu til að hlusta á hressandi tónlist og það er einmitt það sem ég hef verið að sjá meira af núna í sumar. Út frá þessari pælingu finnst mér svo ótrúlega áhugavert að fylgjast með tónlistar trendum. Sem Íslendingur er það alveg extra heillandi að mínu mati þar sem fólk upplifir oft mikinn mun á geðheilsu og rútínu vegna ýktra árstíða og skammdegis. Undanfarið hef ég tekið eftir breytingum í tónlistarsenunni, í takt við sumarið og þá gleði sem fylgir því. Svo virðist sem fólk sé farið að sækja meira í teknó- og house tónlist, jafnvel þó að rapp og popp séu áfram undirstaða á lagalistum flestra. Það er stefna í átt að orkumeiri, upplífgandi takti, sem mér finnst frábært. Við getum jafnvel heyrt þessa breytingu á lögum sem hafa verið gefin út af listamönnunum okkar. Platan 1000 orð sem kom út í byrjun sumars er frábært dæmi svo eitthvað sé nefnt. Ég spái því að þessi stefna verði einnig ríkjandi í haust og vonandi fram á vetur. Haustið á Íslandi er svo frábært og margt spennandi í gangi og þar sem við fengum ekkert sérstakt sumar vona ég að fólk njóti haustsins í botn með upplífgandi lög í eyrum og fresti því eins og hægt er að stilla á skammdegis lagalistann. Varðandi einstaka lög er hins vegar erfitt að segja hver munu ráða ríkjum á klúbbum og öðrum stöðum þar sem uppgangur TikTok hefur virkilega hrist upp í tónlistariðnaðinum undanfarin ár. Það er orðið erfiðara að spá fyrir um hvaða lög verða vinsælust, þar sem TikTok getur gert nánast hvaða lag sem er að SMELLI á einni nóttu. Við höfum stöðugt flæði af góðri tónlist í símum okkar og tölvum, jafnvel með sérsniðna playlista fyrir hvern og einn út frá algorythma. Ég held ég hafi aldrei eignast jafn mörg uppáhalds lög á einu ári og það er rétt rúmlega hálfnað. Því þykir mér líklegt að lög haustins verði mörg og mismunandi, eitthvað fyrir alla. Ef ég þyrfti að veðja á einhver til að trenda núna í haust myndi það vera Bara vera með Young Nazareth, Elli Egils með Herra hnetusmjöri og svo TikTok smellir á borð við Million dollar baby og svo auðvitað hittarar frá Sabrinu Carpenter og Charlie XCX.“ Myndlist Ásdís Þula, eigandi Þulu Gallery: Ásdís Þula Þorláksdóttir rekur Gallery Þulu og er nýkomin heim af listahátíð í Kaupmannahöfn.Aðsend „Stefnur og straumar í myndlistarheiminum lúta síbreytilegum lögmálum. Horfandi á heimsmyndina í dag sé ég að það er mikill fókus á nýjar raddir eða kannski raddir sem hafa ekki fengið upp á pallborðið eins og t.d. þema Feneyjartvíæringins þar sem sýningarstjórinn Adriano Pedrosa beindi ljósinu að þeim sem standa utangarðs með „Foreigners Everywhere“. Einnig hefur pólitískt landslag væntanlega töluverð áhrif og það verður spennandi að sjá mögulega pólitísk og gagnrýnin verk koma sterk inn. Auk þess hefur landslagsmálverkið aftur verið að sækja í sig veðrið, enda er fólk að enduruppgötva mikilvægi náttúrunnar með breyttum tímum og framtíðarhorfum og þar af leiðandi sér maður að listamenn eru mikið að notast við hin ýmsu náttúrulegu efni. Landslagsmálverkið er að koma aftur.Getty Í beinu samtali við það þá má nefna keramik, gler og pappa skúlptúra sem voru áberandi á CHART Art Fair í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi. Málverkin hafa klárlega risið úr dvala undanfarið en nú eru líka skúlptúrarnir eru að riðja sér rúms fyrir utan veggi safna og sýningarsala og farnir að finna sér staði innan heimila. En þó svo að ýmsu gæti innan samfélaga og heimsmála þá má þó finna létta báru streyma í gegnum pólitíska niðinn þar sem litagleði og meme‘s og viral augnablik fá að leika með. Þetta er svo sannarlega skemmtilegur tími og ég hlakka til að sjá hvert hann ber okkur næst.“
Tíska og hönnun Hár og förðun Matur Drykkir Myndlist Tónlist Menning Heilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira