Berjaforkólfar fyrir dóm vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 10:22 Finnar taka ber og berjatínslu afar alvarlega. Vísir/Getty Réttarhöld yfir forstjóra stærsta berjafyrirtækis Finnlands og taílenskum viðskiptafélaga hans vegna mansals á berjatínslufólki hófust í Lapplandi í dag. Slæmur aðbúnaður farandverkamanna í finnska berjaiðnaðinum hefur verið í brennidepli síðustu ár. Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð. Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð.
Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira