Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:47 Viktor Traustason og Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Vísir/Vilhelm Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. „Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs míns í kjörinu voru hærri en kr. 550.000,“ segir í yfirlýsingum þeirra beggja, en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag býðst þeim frambjóðendum sem ekki nýttu meira fjármagn en sem því nemur að undirrita rafræna yfirlýsingu þess efnis. „Það staðfestist hér með að heildartekjur eða -kostnaður vegna framboðsins voru ekki umfram þau fjárhæðarmörk sem tilgreind eru í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, og er framboðið því undanþegið uppgjörsskyldu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunum. Þannig hafa allir frambjóðendur nema einn ýmist skilað inn slíkri yfirlýsingu eða fjárhagslegu uppgjöri. Viktor Traustason skilaði yfirlýsingu sinni í dag, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er sú eina úr hópi tólf frambjóðenda sem ekki hefur skilað inn uppgjöri eða yfirlýsingu. Ekki skylda að skila yfirlýsingu Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær og er nú unnið að því að yfirfara þau uppgjör sem borist hafa. Þau verða síðan birt á vef Ríkisendurskoðunar jafnóðum að yfirferð lokinni. Tekið er fram sérstaklega í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu að hafi heildartekjur vegna framboðs eða heildargjöld við kosningabaráttunar ekki farið fram úr umræddri upphæð sé frambjóðandi undanþegin skyldu til að skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri. Hins vegar þykir æskilegt að frambjóðendur sem það á við um skili yfirlýsingu þess efnis. Það sé þó ekki skylda. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
„Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs míns í kjörinu voru hærri en kr. 550.000,“ segir í yfirlýsingum þeirra beggja, en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag býðst þeim frambjóðendum sem ekki nýttu meira fjármagn en sem því nemur að undirrita rafræna yfirlýsingu þess efnis. „Það staðfestist hér með að heildartekjur eða -kostnaður vegna framboðsins voru ekki umfram þau fjárhæðarmörk sem tilgreind eru í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, og er framboðið því undanþegið uppgjörsskyldu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunum. Þannig hafa allir frambjóðendur nema einn ýmist skilað inn slíkri yfirlýsingu eða fjárhagslegu uppgjöri. Viktor Traustason skilaði yfirlýsingu sinni í dag, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er sú eina úr hópi tólf frambjóðenda sem ekki hefur skilað inn uppgjöri eða yfirlýsingu. Ekki skylda að skila yfirlýsingu Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær og er nú unnið að því að yfirfara þau uppgjör sem borist hafa. Þau verða síðan birt á vef Ríkisendurskoðunar jafnóðum að yfirferð lokinni. Tekið er fram sérstaklega í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu að hafi heildartekjur vegna framboðs eða heildargjöld við kosningabaráttunar ekki farið fram úr umræddri upphæð sé frambjóðandi undanþegin skyldu til að skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri. Hins vegar þykir æskilegt að frambjóðendur sem það á við um skili yfirlýsingu þess efnis. Það sé þó ekki skylda.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira