Svalasta sumarið í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:09 Í Reykjavík var helmingi meiri úrkoma í sumar en í meðalári og heilli gráðu svalara. Myndin var tekin við sambærilegar aðstæður sumarið 2022. Vísir/Vilhelm Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára. Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára.
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira