Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 13:22 Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Getty Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi. Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi.
Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“