Eitt versta sumar aldarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 15:26 Svona var oft umhorfs á vegum landsins í sumar. Vísir/Vilhelm Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu. September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“ Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“
Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09