Hlaupakonan látin eftir að gamall kærasti hellti bensíni yfir hana og kveikti í Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 07:20 Rebecca Cheptegei var öflug hlaupakona og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í París, í maraþoni. Ólympíufarinn og úgandska hlaupakonan Rebecca Cheptegei er látin, 33 ára gömul. Fyrrverandi kærasti hennar myrti hana með því að hella bensíni yfir hana og kveikja í. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á 75% líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði. Ekki tókst að bjarga lífi Cheptegei en stjórnandi á Moi Teaching and Referral sjúkrahúsinu sagði við keníska blaðið The Star að hún væri því miður látin eftir að öll líffæri hennar hættu að starfa í gærkvöldi. On behalf of #TeamKenya we extend our deepest condolences to the Ugandan sports community, family, and friends of Rebecca Cheptegei. Rebecca’s talent, and perseverance as Uganda’s Women’s Marathon record holder and a Paris 2024 Olympian will always be remembered and celebrated.… pic.twitter.com/k3hNYB9WOP— TeamKenya (@OlympicsKe) September 5, 2024 Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei, sem sagður er heita Dickson Ndiema, hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn. Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en nú er komið í ljós að það var of seint. Sögð hafa deilt vegna landsvæðis Cheptegei Faðir Cheptegei, Joseph, og systir hennar Evalyne Chelagat, ræddu við fjölmiðla á sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku og sögðu ósættið hafa verið vegna landsvæðis í eigu Cheptegei. „Þau voru bara vinir og ég velti fyrir mér hvers vegna hann vildi taka eitthvað sem var í eigu dóttur minnar,“ sagði pabbinn við The Star. Þar greindi hann jafnframt frá því að Cheptegei léti eftir sig tvö börn sem ættu annan föður og byggju í Úganda. Þriðja hlaupakonan á þremur árum myrt af maka Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á 75% líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði. Ekki tókst að bjarga lífi Cheptegei en stjórnandi á Moi Teaching and Referral sjúkrahúsinu sagði við keníska blaðið The Star að hún væri því miður látin eftir að öll líffæri hennar hættu að starfa í gærkvöldi. On behalf of #TeamKenya we extend our deepest condolences to the Ugandan sports community, family, and friends of Rebecca Cheptegei. Rebecca’s talent, and perseverance as Uganda’s Women’s Marathon record holder and a Paris 2024 Olympian will always be remembered and celebrated.… pic.twitter.com/k3hNYB9WOP— TeamKenya (@OlympicsKe) September 5, 2024 Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei, sem sagður er heita Dickson Ndiema, hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn. Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en nú er komið í ljós að það var of seint. Sögð hafa deilt vegna landsvæðis Cheptegei Faðir Cheptegei, Joseph, og systir hennar Evalyne Chelagat, ræddu við fjölmiðla á sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku og sögðu ósættið hafa verið vegna landsvæðis í eigu Cheptegei. „Þau voru bara vinir og ég velti fyrir mér hvers vegna hann vildi taka eitthvað sem var í eigu dóttur minnar,“ sagði pabbinn við The Star. Þar greindi hann jafnframt frá því að Cheptegei léti eftir sig tvö börn sem ættu annan föður og byggju í Úganda. Þriðja hlaupakonan á þremur árum myrt af maka Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira