Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. september 2024 16:43 Lögregla í Danmörku má þó ekki nota slíka tækni við rauntímaandlitsgreiningu. Getty Lögreglan í Danmörku má nú beita svokallaðri andlitsgreiningartækni við rannsókn á sakamálum. Þannig getur lögreglan fundið og fylgst með ferðum fólks sem lýst hefur verið eftir í öryggismyndavélum. Politiken greinir frá því að ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra hafi náð samkomulagi við fjóra flokka stjórnarandstöðunnar í gær. Lögregla má þó ekki nota slíka tækni í rauntíma. „Nú er lögreglu fyrst um sinn kleift að nota meðal annars andlitsgreiningu í málum þar sem fólki er stefnt í hættu eða þegar um þjóðaröryggi er að ræða,“ er haft eftir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Mikið hefur verið rætt í Danmörku undanfarið um hvort veita eigi lögreglunni leyfi til að beita slíkri tækni sem margir eru andvígir af persónuverndarástæðum. Aukinn þungi færðist í umræðuna eftir að fréttir bárust af því að ungir drengir hefðu verið fluttir frá Svíþjóð til Danmerkur til að taka þátt í erjum danskra glæpagengja. 15 ára og 16 ára drengur hafa meðal annars verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps í héraðsdómi Kaupmannahafnar. „Tæknin stórbætir ekki bara rannsóknarvinnuna heldur sparar einnig tíma sem er lykilþáttur í rannsóknarvinnu,“ segir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Flokkurinn sem var hvað mótfallnastur þessum áformum, SF, hefur gengist við að styðja leyfisveitinguna. „Um ræðir öfluga tækni og þess vegna komum við í SF til með að fylgjast vel með hvernig yfirvöld beita henni. Okkur hefur verið lofað mati á tilrauninni,“ er haft eftir Karinu Lorentzen, þingkonu SF. Ásamt SF-liðum studdu Danmerkurdemókratar, Íhaldsflokkurinn og Radikale Venstre leyfisveitinguna einnig. Danmörk Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Politiken greinir frá því að ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra hafi náð samkomulagi við fjóra flokka stjórnarandstöðunnar í gær. Lögregla má þó ekki nota slíka tækni í rauntíma. „Nú er lögreglu fyrst um sinn kleift að nota meðal annars andlitsgreiningu í málum þar sem fólki er stefnt í hættu eða þegar um þjóðaröryggi er að ræða,“ er haft eftir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Mikið hefur verið rætt í Danmörku undanfarið um hvort veita eigi lögreglunni leyfi til að beita slíkri tækni sem margir eru andvígir af persónuverndarástæðum. Aukinn þungi færðist í umræðuna eftir að fréttir bárust af því að ungir drengir hefðu verið fluttir frá Svíþjóð til Danmerkur til að taka þátt í erjum danskra glæpagengja. 15 ára og 16 ára drengur hafa meðal annars verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps í héraðsdómi Kaupmannahafnar. „Tæknin stórbætir ekki bara rannsóknarvinnuna heldur sparar einnig tíma sem er lykilþáttur í rannsóknarvinnu,“ segir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Flokkurinn sem var hvað mótfallnastur þessum áformum, SF, hefur gengist við að styðja leyfisveitinguna. „Um ræðir öfluga tækni og þess vegna komum við í SF til með að fylgjast vel með hvernig yfirvöld beita henni. Okkur hefur verið lofað mati á tilrauninni,“ er haft eftir Karinu Lorentzen, þingkonu SF. Ásamt SF-liðum studdu Danmerkurdemókratar, Íhaldsflokkurinn og Radikale Venstre leyfisveitinguna einnig.
Danmörk Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira