Hefur fundað mikið með forvera sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2024 11:33 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst mjög vel í mig og kærkomið að fá heimaleik. Það er orðið ár síðan við spiluðum hérna á heimavelli. Þetta er bara spennandi,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta, um leik dagsins við Dani. Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti