Kristall Máni bætti markamet U-21 árs landsliðsins: „Fagna þessu og svo held ég bara áfram“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 09:30 Kristall Máni var allt í öllu þegar íslensku drengirnir pökkuðu Dönum saman. Vísir/Anton Brink Kristall Máni Ingason er nú markahæsti leikmaður íslenska U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu frá upphafi. Hann skaust á toppinn með magnaðri þrennu gegn Danmörku á föstudag. Kristall Máni og Emil Atlason voru á toppi listans yfir markahæstu menn liðsins frá upphafi með átta mörk fyrir leikinn gegn Dönum í Víkinni. Kristall Máni gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum 4-2 sigri og er nú kominn með 11 mörk í aðeins 18 leikjum fyrir U-21 árs landsliðið. Fyrsta mark Kristals Mána gegn Dönum var jöfnunarmark Íslands en hann hirti þá boltann af Oscar Fraulo, miðjumanni Utrecht í Hollandi, og lyfti honum svo snyrtilega framhjá Filip Jörgensen, markverði Chelsea, sem stóð vaktina í marki Danmerkur. Annað markið kom af vítapunktinum þegar Kristall Máni kom Íslandi yfir á 73. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Andra Fannars Baldurssonar sem Jörgensen hélt ekki í marki gestanna. Kristall Máni var spurður út í metið að leik loknum. Í viðtali sínu við Vísi sagði hann: „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Kristall Máni getur bætt enn frekar við mörkin 11 í þegar U-21 mætir Wales á þriðjudaginn kemur. Á eftir honum á listanum eru Emil með 8 mörk og svo þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen með 7 mörk hvor. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Kristall Máni og Emil Atlason voru á toppi listans yfir markahæstu menn liðsins frá upphafi með átta mörk fyrir leikinn gegn Dönum í Víkinni. Kristall Máni gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum 4-2 sigri og er nú kominn með 11 mörk í aðeins 18 leikjum fyrir U-21 árs landsliðið. Fyrsta mark Kristals Mána gegn Dönum var jöfnunarmark Íslands en hann hirti þá boltann af Oscar Fraulo, miðjumanni Utrecht í Hollandi, og lyfti honum svo snyrtilega framhjá Filip Jörgensen, markverði Chelsea, sem stóð vaktina í marki Danmerkur. Annað markið kom af vítapunktinum þegar Kristall Máni kom Íslandi yfir á 73. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Andra Fannars Baldurssonar sem Jörgensen hélt ekki í marki gestanna. Kristall Máni var spurður út í metið að leik loknum. Í viðtali sínu við Vísi sagði hann: „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Kristall Máni getur bætt enn frekar við mörkin 11 í þegar U-21 mætir Wales á þriðjudaginn kemur. Á eftir honum á listanum eru Emil með 8 mörk og svo þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen með 7 mörk hvor.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti