Hraun gæti náð að Reykjanesbraut á skömmum tíma í næsta gosi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 12:13 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líkur á að hraun nái að Reykjanesbrautinni á nokkrum klukkutímum komi til nýss eldgoss á Reykjanesskaga. Mögulega þurfi að hefja vinnu við að vernda innviði norðan við síðustu gosstöðvar. Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira