Á miðhálendinu tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið á morgun, mánudag. Þar er búist við snjókomu, skafrenningi og lélegu skygni. Ekki er mælt með ferðalögum þar.
Klukkan níu í fyrramálið bætist við gul viðvörun á Austurlandi að glettingi. Þar er búist með éljagangi, einkum á fjallvegum. Þá gæti færð spillst.
Klukkan sex annað kvöld breytast gulu viðvaranirnar á Norðurlandi eystra og á Ströndum og Norðurlandi vestra í appelsínugula viðvörun. Búist er við talsverðri snjókomu á fjallvegum. Þá þykja samgöngutruflanir líklegar og ekki er mælt er með ferðalögum.
Klukkan þrjú síðdegis á miðvikudag fellur viðvörunin úr gildi á Norðurlandi vestra og ströndum, en tekur gildi á Austurlandi að Glettingi.
Allar viðvaranir verða búnar að falla úr gildi klukkan ellefu um þriðjudagskvöld á miðhálendinu.
