Áður óséð myndefni tekið eftir morðið á Kennedy fer á uppboð Jón Þór Stefánsson skrifar 8. september 2024 15:36 John F. Kennedy sést hér í bílalestinni ásamt eiginkonu sinni Jacqueline Kennedy. Fyrir framan forsetann situr John Connally sem særðist alverlega í skotárásinni en lifði af. Getty Áður óséð myndband sem sýnir bílalest Johns F. Kennedy bruna í borginni Dallas skömmu eftir að Bandaríkjaforsetinn þáverandi var skotinn til bana 22. nóvember 1963 verður boðið upp seinna í þessum mánuði. Það var maður að nafni Dale Carpenter sem tók myndbandið upp á átta millimetra filmu. Hann er sagður hafa geymt myndbandið í íláti úr málmi merktu „JFK launmorðið“. Einn sonur hans, sem er í dag 63 ára gamall, sagði við New York Times að faðir hans hefði sjaldan sýnt öðrum myndefnið, líklega vegna óhugnanlegs viðfangs þess. Myndbandið er raun í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var tekinn fyrir morðið þegar bílalest Kennedy fer um miðbæ Dallas. Þar virðist Carpenter rétt svo missa af forsetanum en nær að taka upp hluta bílalestarinnar. Seinni hlutinn er tekinn eftir morðið en þá hafði Carpenter fært sig, líklega í von um að ná að mynda forsetann, en þá sést bílalestin bruna fram hjá honum þegar var verið að flytja Kennedy á sjúkrahús. „Ljósmyndir og kvikmyndir sem þessar er oft á tíðum enn þarna úti. Það er enn verið að uppgötva eða enduruppgötva efni sem þetta í kjöllurum og bílskúrum,“ segir Stephen Fagin, safnstjóri Sixth Floor-safnsins, sem er staðsett í húsnæðinu þar sem Lee Harvey Oswald framdi launmorðið á Kennedy. Myndefnið verður boðið upp 28. september næstkomandi. Uppboðshaldarinn hefur í gegnum tíðina annast uppboð á munum sem tengjast tilræðinu með einum eða öðrum hætti, líkt og giftingarhring Oswald. Bandaríkin Einu sinni var... Tengdar fréttir Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Það var maður að nafni Dale Carpenter sem tók myndbandið upp á átta millimetra filmu. Hann er sagður hafa geymt myndbandið í íláti úr málmi merktu „JFK launmorðið“. Einn sonur hans, sem er í dag 63 ára gamall, sagði við New York Times að faðir hans hefði sjaldan sýnt öðrum myndefnið, líklega vegna óhugnanlegs viðfangs þess. Myndbandið er raun í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var tekinn fyrir morðið þegar bílalest Kennedy fer um miðbæ Dallas. Þar virðist Carpenter rétt svo missa af forsetanum en nær að taka upp hluta bílalestarinnar. Seinni hlutinn er tekinn eftir morðið en þá hafði Carpenter fært sig, líklega í von um að ná að mynda forsetann, en þá sést bílalestin bruna fram hjá honum þegar var verið að flytja Kennedy á sjúkrahús. „Ljósmyndir og kvikmyndir sem þessar er oft á tíðum enn þarna úti. Það er enn verið að uppgötva eða enduruppgötva efni sem þetta í kjöllurum og bílskúrum,“ segir Stephen Fagin, safnstjóri Sixth Floor-safnsins, sem er staðsett í húsnæðinu þar sem Lee Harvey Oswald framdi launmorðið á Kennedy. Myndefnið verður boðið upp 28. september næstkomandi. Uppboðshaldarinn hefur í gegnum tíðina annast uppboð á munum sem tengjast tilræðinu með einum eða öðrum hætti, líkt og giftingarhring Oswald.
Bandaríkin Einu sinni var... Tengdar fréttir Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32
Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01