Dæmd úr leik aðeins tíu metra frá marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 07:31 Elena Congost er hér komin í mark ásamt aðstoðarmanni sínum en hún var síðan dæmd úr leik vegna atviks sem gerðist aðeins nokkrum sekúndum áður. Getty/Andy Lyons Kringumstæðurnar gerast varla grátlegri en þær hjá hinni spænsku Elenu Congost á lokadegi Ólympíumóts fatlaðra í gær. Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira