Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill á blaðamannafundi í gær en á hinni myndinni má sjá liðsfélaga hans leiða hann í burtu í þykistu handtöku eftir að Hill skoraði. Getty/Megan Briggs/Don Juan Moore Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. Hill byrjaði nefnilega daginn á því að vera handtekinn fyrir utan leikvanginn. Það sem meira er að hann var snúinn niður í jörðina og handjárnaður fyrir framan fólk sem var á leið á leikinn. Ótrúlegar senur. Hill var stoppaður fyrir hraðakstur fyrir utan leikvanginn en á síðan að hafa verið með kjaft og stæla við lögreglumanninn. Hann heldur sakleysi sínu fram og atvikið minnir mikið þegar kylfingurinn Scottie Scheffler var handtekinn fyrir annan daginn á PGA meistaramótinu. Þær ákærur voru seinna felldar niður. Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs Tveir liðsfélagar Hill voru á svæðinu og reyndu að miðla málum. Lögreglan fór með Hill upp á lögreglustöð en honum var síðan sleppt. Lögreglan í Miami hefur sett lögreglumanninn, sem handtók Hill, í tímabundið leyfi á meðan málið verður rannsakað. Hill var þrátt fyrir þetta mættur í slaginn tveimur klukkutímum síðar þegar leikurinn hófst. Hann átti síðan eftir að skora frábært snertimark þegar hann sýndi enn á ný stórbrotinn hraða sinn og hæfileika. Það sem vakti líka athygli er að Hill fagnaði snertimarkinu sínu með því að þykjast vera handjárnaður fyrir aftan bak. Svo kom liðsfélagi hans og leiddi hann í burtu eins og lögreglumaður. Hann hafði húmor fyrir öllu saman. Það má sjá það hér fyrir neðan en myndbandið sést ef flett er tvisvar. View this post on Instagram A post shared by Overtime SZN (@overtimeszn) NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Hill byrjaði nefnilega daginn á því að vera handtekinn fyrir utan leikvanginn. Það sem meira er að hann var snúinn niður í jörðina og handjárnaður fyrir framan fólk sem var á leið á leikinn. Ótrúlegar senur. Hill var stoppaður fyrir hraðakstur fyrir utan leikvanginn en á síðan að hafa verið með kjaft og stæla við lögreglumanninn. Hann heldur sakleysi sínu fram og atvikið minnir mikið þegar kylfingurinn Scottie Scheffler var handtekinn fyrir annan daginn á PGA meistaramótinu. Þær ákærur voru seinna felldar niður. Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs Tveir liðsfélagar Hill voru á svæðinu og reyndu að miðla málum. Lögreglan fór með Hill upp á lögreglustöð en honum var síðan sleppt. Lögreglan í Miami hefur sett lögreglumanninn, sem handtók Hill, í tímabundið leyfi á meðan málið verður rannsakað. Hill var þrátt fyrir þetta mættur í slaginn tveimur klukkutímum síðar þegar leikurinn hófst. Hann átti síðan eftir að skora frábært snertimark þegar hann sýndi enn á ný stórbrotinn hraða sinn og hæfileika. Það sem vakti líka athygli er að Hill fagnaði snertimarkinu sínu með því að þykjast vera handjárnaður fyrir aftan bak. Svo kom liðsfélagi hans og leiddi hann í burtu eins og lögreglumaður. Hann hafði húmor fyrir öllu saman. Það má sjá það hér fyrir neðan en myndbandið sést ef flett er tvisvar. View this post on Instagram A post shared by Overtime SZN (@overtimeszn)
Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira