Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. september 2024 20:02 Þingmenn klæddu sig upp fyrir þingsetningu. SAMSETT Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. Halla Tómasdóttir forseti setti alþingi í fyrsta sinn klædd í drapplitaðan jakka frá merkinu ROFA úr versluninni Hjá Hrafnhildi og buxur í sömu litapallettu með klút við. Séra Guðrún Karls Helgudóttir biskup var í opnum háhæluðum skóm við embættisklæðnaðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem bæði forseti og biskup eru konur samtímis hérlendis og má því segja að þetta hafi verið söguleg stund. Guli liturinn er áberandi í formi til dæmis blóms eða klúts hjá embættismönnum í dag enda guli dagurinn í dag, þar sem allir sem geta eru hvattir til að taka þátt með því að klæðast gulu og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Þá vakti bleiki liturinn sömuleiðis athygli enda sker hann sig úr hinni hefðbundnu litapallettu Íslendinga. Lilja Alfreðsdóttir klæddist ljósbleikum Yeoman kjól, Bryndís Haraldsdóttir skartaði bleikri dragt og Jóhann Páll Jóhannsson var með bleikt bindi. Jakob Frímann og Tómas Tómasson hjá Flokki fólksins báðir í köflóttum jakkafötum og Jóhann Páll hjá Samfylkingunni í brúnum jakka fyrir miðju með bleikt bindi.Vísis/Vilhelm Guðmundur Ingi félags-og vinnumarkaðsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna í gulri skyrtu við svört jakkaföt, Sigurður Ingi fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í dökkum jakkafötum með gult blóm.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í dökkblárri dragt og Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í rauðum kjól með rauða lokka í lit flokksins hennar og brúnum hælaskóm við.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hjá Viðreisn í grænni satínskyrtu við svartan kjól og svarta hæla. Sigmar Guðmundsson hjá Viðreisn var í dökkbláum jakkafötum. Ingibjörg Ólöf Isaksen hjá Framsókn klæddist brúnum, hvítum og svörtum kjól. Vísir/Vilhelm Inga Sæland í svörtu og hvítu og Eyjólfur Ármannsson í dökkbrúnum jakkafötum með bindi og í skóm í stíl. Bæði eru þau hjá Flokki fólksins. Guðmundur Ingi Kristinsson fyrir miðju er hjá sama flokki og klæddist dökkbláum jakkafötum við rautt bindi.Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna klæddist blómadragt við bláa skyrtu.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson hjá Vinstri grænum í dökkum jakkafötum með gult bindi og Þórunn Sveinbjarnadóttir hjá Samfylkingunni í appelsínugulum jakka.Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen hjá Vinstri grænum í sumarlegum síðkjól, ljósum jakka og svörtum skóm. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir aftan í íslenska þjóðbúningnum.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-og nýsköpunarráðherra og þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum klæddist bláum kjól við ljósan ullarjakka og í ljósum hælaskóm. Willum Þór heilbrigðisráðherra og þingmaður hjá Framsókn klæddist dökkbláum jakkafötum með gult og blátt bindi og gult blóm.Vísir/Vilhelm Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í bláum jakkafötum, Bergþór með gult bindi og Sigmundur með blátt.Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum er óhrædd við litina og klæddist skærbleikri dragt við rauða skó. Ragna Árnadóttir til hægri skrifstofustjóri Alþingis og fyrrverandi dómsmálaráðherra í gulum rúllukragabol við svarta pilsadragt.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbergsson hjá Sjálfstæðisflokknum og Stefán Vagn Stefánsson og Þórarinn Ingi Pétursson hjá Framsókn voru í hópi þeirra sem skörtuðu gulu blómi.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherra og þingmaður Framsóknar í bleikum Yeoman kjól með gult blóm. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins klæðist drapplituðu ullarpilsi og ullarpeysu í stíl.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Sturludóttir hjá Flokki fólksins í dökkblárri dragt.Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar í svörtum og hvítum mynstruðum kjól í svörtum skóm. Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn í dökkgráum jakkafötum með bleiktóna bindi í brúnum skóm.Vísir/Vilhelm Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í einkennislitunum, bláum kjól, og Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokknum, í dökkbláum jakkafötum við brúna skó með rautt bindi.Vísir/Vilhelm Tíska og hönnun Alþingi Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tískan við þingsetningu: Litagleði og munstur Þingmenn mættu prúðbúnir til þingsetningar í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti setti Alþingi. Ljósmyndari á vegum Vísis var á staðnum og myndaði þingmenn. 12. september 2023 20:00 Bjarkey stal senunni á fyrsta ríkisstjórnarfundi Bjarna Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar kom saman á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin var kynnt á þriðjudaginn og lyklaskipti fóru fram á miðvikudagsmorgun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra skartaði rauðri blússu og svörtu pilsi í tilefni dagsins. 12. apríl 2024 10:09 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti setti alþingi í fyrsta sinn klædd í drapplitaðan jakka frá merkinu ROFA úr versluninni Hjá Hrafnhildi og buxur í sömu litapallettu með klút við. Séra Guðrún Karls Helgudóttir biskup var í opnum háhæluðum skóm við embættisklæðnaðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem bæði forseti og biskup eru konur samtímis hérlendis og má því segja að þetta hafi verið söguleg stund. Guli liturinn er áberandi í formi til dæmis blóms eða klúts hjá embættismönnum í dag enda guli dagurinn í dag, þar sem allir sem geta eru hvattir til að taka þátt með því að klæðast gulu og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Þá vakti bleiki liturinn sömuleiðis athygli enda sker hann sig úr hinni hefðbundnu litapallettu Íslendinga. Lilja Alfreðsdóttir klæddist ljósbleikum Yeoman kjól, Bryndís Haraldsdóttir skartaði bleikri dragt og Jóhann Páll Jóhannsson var með bleikt bindi. Jakob Frímann og Tómas Tómasson hjá Flokki fólksins báðir í köflóttum jakkafötum og Jóhann Páll hjá Samfylkingunni í brúnum jakka fyrir miðju með bleikt bindi.Vísis/Vilhelm Guðmundur Ingi félags-og vinnumarkaðsmálaráðherra og formaður Vinstri grænna í gulri skyrtu við svört jakkaföt, Sigurður Ingi fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins í dökkum jakkafötum með gult blóm.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar í dökkblárri dragt og Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í rauðum kjól með rauða lokka í lit flokksins hennar og brúnum hælaskóm við.Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hjá Viðreisn í grænni satínskyrtu við svartan kjól og svarta hæla. Sigmar Guðmundsson hjá Viðreisn var í dökkbláum jakkafötum. Ingibjörg Ólöf Isaksen hjá Framsókn klæddist brúnum, hvítum og svörtum kjól. Vísir/Vilhelm Inga Sæland í svörtu og hvítu og Eyjólfur Ármannsson í dökkbrúnum jakkafötum með bindi og í skóm í stíl. Bæði eru þau hjá Flokki fólksins. Guðmundur Ingi Kristinsson fyrir miðju er hjá sama flokki og klæddist dökkbláum jakkafötum við rautt bindi.Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna klæddist blómadragt við bláa skyrtu.Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson hjá Vinstri grænum í dökkum jakkafötum með gult bindi og Þórunn Sveinbjarnadóttir hjá Samfylkingunni í appelsínugulum jakka.Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen hjá Vinstri grænum í sumarlegum síðkjól, ljósum jakka og svörtum skóm. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir aftan í íslenska þjóðbúningnum.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-og nýsköpunarráðherra og þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum klæddist bláum kjól við ljósan ullarjakka og í ljósum hælaskóm. Willum Þór heilbrigðisráðherra og þingmaður hjá Framsókn klæddist dökkbláum jakkafötum með gult og blátt bindi og gult blóm.Vísir/Vilhelm Miðflokksmennirnir Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í bláum jakkafötum, Bergþór með gult bindi og Sigmundur með blátt.Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir hjá Sjálfstæðisflokknum er óhrædd við litina og klæddist skærbleikri dragt við rauða skó. Ragna Árnadóttir til hægri skrifstofustjóri Alþingis og fyrrverandi dómsmálaráðherra í gulum rúllukragabol við svarta pilsadragt.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbergsson hjá Sjálfstæðisflokknum og Stefán Vagn Stefánsson og Þórarinn Ingi Pétursson hjá Framsókn voru í hópi þeirra sem skörtuðu gulu blómi.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherra og þingmaður Framsóknar í bleikum Yeoman kjól með gult blóm. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins klæðist drapplituðu ullarpilsi og ullarpeysu í stíl.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Sturludóttir hjá Flokki fólksins í dökkblárri dragt.Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar í svörtum og hvítum mynstruðum kjól í svörtum skóm. Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn í dökkgráum jakkafötum með bleiktóna bindi í brúnum skóm.Vísir/Vilhelm Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í einkennislitunum, bláum kjól, og Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokknum, í dökkbláum jakkafötum við brúna skó með rautt bindi.Vísir/Vilhelm
Tíska og hönnun Alþingi Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tískan við þingsetningu: Litagleði og munstur Þingmenn mættu prúðbúnir til þingsetningar í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti setti Alþingi. Ljósmyndari á vegum Vísis var á staðnum og myndaði þingmenn. 12. september 2023 20:00 Bjarkey stal senunni á fyrsta ríkisstjórnarfundi Bjarna Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar kom saman á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin var kynnt á þriðjudaginn og lyklaskipti fóru fram á miðvikudagsmorgun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra skartaði rauðri blússu og svörtu pilsi í tilefni dagsins. 12. apríl 2024 10:09 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískan við þingsetningu: Litagleði og munstur Þingmenn mættu prúðbúnir til þingsetningar í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti setti Alþingi. Ljósmyndari á vegum Vísis var á staðnum og myndaði þingmenn. 12. september 2023 20:00
Bjarkey stal senunni á fyrsta ríkisstjórnarfundi Bjarna Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktsonar kom saman á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórnin var kynnt á þriðjudaginn og lyklaskipti fóru fram á miðvikudagsmorgun. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra skartaði rauðri blússu og svörtu pilsi í tilefni dagsins. 12. apríl 2024 10:09