„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 23:16 Þau Sigmundur og Kristrún, sem hafa starfað saman í stjórnarandstöðunni síðustu þrjú ár, ræddu fjárlagafrumvarpið nýja. Hvorugt þeirra hrifið. stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“ Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“
Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira