„Í dag hef ég verið giftur þessari fegurðardís í tvö ár og enn hafa engir leyndir gallar látið á sér kræla. Heppinn þessi Hólmari,“ skrifaði Sóli og deildi mynd af hjónunum frá brúðkaupsdeginum.
Hjónin byrjuðu saman árið 2016 og trúlofuðu sig í París, borg ástarinnar, árið 2018.
Saman eiga þau tvö börn og fyrir átti Viktoría dóttur og Sóli tvo drengi.