Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 13:45 Mikið var um dýrðir í kosningavöku Ásdísar, sem Helgi hefur sennilega fjármagnað. Vísir Fyrirtæki í eigu Helga Vilhjálmssonar, Helga í Góu, styrktu forsetaframboð Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur, um fjögur hundruð þúsund krónur. Framboðið kostaði um 774 þúsund krónur. Þetta kemur fram í uppgjöri framboðsins, sem skilað var til Ríkisendurskoðunar á mánudag. Þar segir að framlög lögaðila hafi numið 425 þúsund krónum, framlög einstaklinga, 270.700 krónum og aðrar tekjur 77.885 krónum, alls 773.585 krónum. Kostnaður hafi numið sömu tölu. Kosningaskrifstofa hafi kostað 107.299 krónur, aulýsinga- og kynningarkostnaður hafi numið 617.940 krónum, funda- og ferðakostnaður 46.256 krónum og annar kostnaður 2.090 krónum. KFC og Góa gáfu 400 þúsund Í skýringum segir að KFC ehf. og Góa-Linda sælgætisgerð ehf. hafi lagt framboðinu til 200 þúsund krónur hvort. Bæði félög eru í eigu áðurnefnds Helga í Góu. Félagið Leiktæki og garðyrkja ehf. hafi svo lagt framboðinu til 25 þúsund krónur. Félagið er í eigu Jóhanns Wium Tómassonar, sem er fyrrverandi kærasti Ásdísar Ránar. Karolina fund skilaði ekki svo miklu Loks segir að 37 einstaklingar hafi lagt framboðinu til samtals 270.700 krónur. Ekki þarf að gefa upp nöfn þeirra sem leggja til minna en 300 þúsund krónur. Þá skýrist aðrar tekjur upp á 77.850 krónur af fjáröflun á fjáröflunarvefsíðunni Karolina fund. Nú hafa uppgjör allra framboða í forsetakosningunum í sumar verið birt, að framboði Baldurs Þórhallssonar frátöldu. Forsetakosningar 2024 Sælgæti Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri framboðsins, sem skilað var til Ríkisendurskoðunar á mánudag. Þar segir að framlög lögaðila hafi numið 425 þúsund krónum, framlög einstaklinga, 270.700 krónum og aðrar tekjur 77.885 krónum, alls 773.585 krónum. Kostnaður hafi numið sömu tölu. Kosningaskrifstofa hafi kostað 107.299 krónur, aulýsinga- og kynningarkostnaður hafi numið 617.940 krónum, funda- og ferðakostnaður 46.256 krónum og annar kostnaður 2.090 krónum. KFC og Góa gáfu 400 þúsund Í skýringum segir að KFC ehf. og Góa-Linda sælgætisgerð ehf. hafi lagt framboðinu til 200 þúsund krónur hvort. Bæði félög eru í eigu áðurnefnds Helga í Góu. Félagið Leiktæki og garðyrkja ehf. hafi svo lagt framboðinu til 25 þúsund krónur. Félagið er í eigu Jóhanns Wium Tómassonar, sem er fyrrverandi kærasti Ásdísar Ránar. Karolina fund skilaði ekki svo miklu Loks segir að 37 einstaklingar hafi lagt framboðinu til samtals 270.700 krónur. Ekki þarf að gefa upp nöfn þeirra sem leggja til minna en 300 þúsund krónur. Þá skýrist aðrar tekjur upp á 77.850 krónur af fjáröflun á fjáröflunarvefsíðunni Karolina fund. Nú hafa uppgjör allra framboða í forsetakosningunum í sumar verið birt, að framboði Baldurs Þórhallssonar frátöldu.
Forsetakosningar 2024 Sælgæti Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47
Ásdís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn. 16. maí 2024 11:10