Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 14:31 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen mynda gott teymi hjá Víkingum Vísir/Samsett mynd „Ef að Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur í fótbolta um aðstoðarþjálfara sinn Sölva Geir Ottesen sem hefur vakið verðskuldaða athygli upp á síðkastið. Sölvi hefur verið að stýra Víkingum í fjarveru Arnars sem tekur þessi dægrin út þriggja leikja bann. Sölvi mun stýra Víkingum frá hliðarlínunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR og Víkingur eigast við í þýðingarmiklum Reykjavíkurslag í Bestu deildinni. Sölvi Geir sér um að útfæra þau föstu leikatriði sem Víkingar fá í leikjum sínum og nú er hann einnig kominn í sama hlutverk hjá íslenska karlalandsliðinu. Sölvi er nýkominn úr fyrsta landsliðsverkefninu í þjálfarateymi Age Hareide en í fyrri leiknum af tveimur, leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA, komu bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði. Góða athyglin sem Sölva Geir hefur fengið er verðskulduð að mati Arnars sem er hæstánægður með aðstoðarþjálfara sinn. Er hann ekkert að stela þrumunni af þér? „Jú heldur betur. Við erum farnir að kalla hann Sir Sölva í Víkinni,“ svaraði Arnar og bætti við kíminn: „Maður þakkar bara fyrir að hann heilsi manni á morgnanna. Það er farið að rigna all verulega upp í nefið á honum. En að öllu gamni slepptu er þetta bara frábært fyrir hann. “ „Hann á þetta svo sannarlega skilið. Ég lít frekar á þetta þannig að ef Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl. Þetta er bara geggjað fyrir hann.“ Sölvi Geir stýrir Víkingum gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni seinna í dag í leik sem hefst klukkan fimm og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Sölvi hefur verið að stýra Víkingum í fjarveru Arnars sem tekur þessi dægrin út þriggja leikja bann. Sölvi mun stýra Víkingum frá hliðarlínunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR og Víkingur eigast við í þýðingarmiklum Reykjavíkurslag í Bestu deildinni. Sölvi Geir sér um að útfæra þau föstu leikatriði sem Víkingar fá í leikjum sínum og nú er hann einnig kominn í sama hlutverk hjá íslenska karlalandsliðinu. Sölvi er nýkominn úr fyrsta landsliðsverkefninu í þjálfarateymi Age Hareide en í fyrri leiknum af tveimur, leik gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeild UEFA, komu bæði mörk Íslands eftir föst leikatriði. Góða athyglin sem Sölva Geir hefur fengið er verðskulduð að mati Arnars sem er hæstánægður með aðstoðarþjálfara sinn. Er hann ekkert að stela þrumunni af þér? „Jú heldur betur. Við erum farnir að kalla hann Sir Sölva í Víkinni,“ svaraði Arnar og bætti við kíminn: „Maður þakkar bara fyrir að hann heilsi manni á morgnanna. Það er farið að rigna all verulega upp í nefið á honum. En að öllu gamni slepptu er þetta bara frábært fyrir hann. “ „Hann á þetta svo sannarlega skilið. Ég lít frekar á þetta þannig að ef Sölvi Geir er með stóran prófíl, þá er Víkingur með stóran prófíl. Þetta er bara geggjað fyrir hann.“ Sölvi Geir stýrir Víkingum gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deildinni seinna í dag í leik sem hefst klukkan fimm og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Arnar Gunnlaugsson ætlar ekki að hreiðra um sig í stúkunni á Meistaravöllum í dag þegar að KR tekur á móti Víkingi Reykjavík í þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið í Bestu deildinni. Arnar tekur út leikbann í dag og mætir því Óskari Hrafni, þjálfara KR, ekki á hliðarlínunni. Þeir kollegarnir hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og Arnar er farinn að sjá handbragð Óskars á KR-liðinu. 13. september 2024 12:31