Ísland mun taka þátt í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 15:18 Hera Björk var fulltrúi Íslands í síðustu Eurovision keppni. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar. „Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira
„Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Sjá meira