Ísland mun taka þátt í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 15:18 Hera Björk var fulltrúi Íslands í síðustu Eurovision keppni. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar. „Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
„Ákvörðunin um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um er að ræða viðburð sem hefur mikið gildi í íslensku samfélagi, er uppspretta gleði og ánægju hjá stórum hluta þjóðarinnar og vettvangur dýrmætra samverustunda fjölskyldna um land allt,“ að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu til Vísis. „Keppnin hefur mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf. Eurovision og Söngvakeppnin hafa getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks. Áhorf á úrslitakvöld Eurovision mældist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Einungis stærstu íþróttaviðburðir og Áramótaskaupið komast nálægt þessu áhorfi.“ Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Sigurvegari keppninnar í ár var Sviss og fer keppnin fram 17. maí á næsta ári í Basel. Nú þegar hafa 27 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni, þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Enn eiga ellefu lönd, sem tóku þátt í ár, eftir að tilkynna um þátttöku. Auk Íslands eru það Armenía, Eistland, Ástralía, Grikkland, Írland, Moldóva, Holland, Pólland, Slóvenía og Úkraína. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári, en tók ekki þátt í ár, er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Samtökin farið í umfangsmikla vinnu Í tilkynningu frá RÚV segir að Samtök Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafi ákveðið að fara í umfangsmikla vinnu til þess að bregðast við gagnrýni í tengslum við keppnina í ár og ýmsar skipulagsbreytingar eru í umræðunni sem eiga meðal annars að leggja áherslu á að vernda ópólitíska ásýnd keppninnar, skapa fjölskylduvænan viðburð og styrkja stoðir Eurovision til framtíðar. „Nú eru níu vinnuhópar að störfum og stefnt er að því að þeir skili niðurstöðum úr vinnunni á næstu mánuðum. Ríkisútvarpið hefur komið sínum athugasemdum að í þeirri úttekt þar sem m.a. var greint frá afar neikvæðri umræðu hér á landi fyrir síðustu keppni. Nú þegar hafa nánast allar þjóðir tilkynnt þátttöku í Sviss á næsta ári.“ Ekki enn ákveðið hvernig framlagið verður valið Þá segir í tilkynningunni að það hafi enn ekki verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 verði valið. Síðustu ár hafi sigurvegari Söngvakeppninnar haldið utan fyrir Íslands hönd í keppninni. Segir þar að ákvörðun um fyrirkomulagið verði tekin á næstu vikum. Einungis í örfá skipti hefur Söngvakeppnin ekki verið haldin síðan Ísland hóf þátttöku í Eurovision árið 1986, eða í sex skipti talsins. Síðast árið 2021 þegar Daði og gagnamagnið var valið til þátttöku eftir að Eurovision árið 2020 var aflýst vegna heimsfaraldurs.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira