Greint var frá því í kvöld að byssuskotum hafi verið hleypt af við golfvöll Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Flórída í kvöld. Hann er nú í öruggum höndum og segist í yfirlýsingu aldrei ætla sér að gefast upp.
Í fyrstu tilkynningu sagði að öryggisverðir hafi orðið varir við byssuskot í nálægð við Trump. Hann sé heill á húfi en ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.


Atvikið í kvöld á sér stað einungis tveimur mánuðum eftir að Trump varð fyrir skotárás á kosningafundi í Pennsylvaníu.
Fylgst er með öllum nýjustu upplýsingum, sem berast um skotárásina, í vaktinni hér að neðan.