„Það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 09:30 Sölvi Geir Ottesen. Vísir/Arnar Stjarna nýliðins landsliðsverkefnis karla í fótbolta var ekki innan vallar er Ísland mætti Svartfellingum og Tyrkjum í Þjóðadeild karla. Aðstoðarþjálfarinn Sölvi Geir Ottesen vakti mikla, og verðskuldaða athygli. Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5. Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Það voru föst leikatriði af teikniborði Sölva Geirs sem skiluðu öllum þremur mörkum Íslands í glugganum. Hann hefur ávallt haft mikinn áhuga á þeim hluta leiksins. „Eftir að ég hætti að spila árið 2021 verð ég aðstoðarþjálfari hjá Arnari (Gunnlaugssyni hjá Víkingum). Ég reyni fyrst að reyna að finna mér eitthvað hlutverk og koma mér inn í þessa hluti. Mér fannst það liggja vel við að ég tæki yfir föstu leikatriðin því ég hef gaman af þeim og gerði það sem leikmaður líka. Ég tel mig hafa verið á mjög hárri hillu í leikatriðum sem leikmaður,“ segir Sölvi um áhugann á faginu. Gaman þegar vel gengur Sölvi fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum þegar hvert hornamarkið fylgdi öðru í nýliðnum glugga en Ísland skoraði ekki öðruvísi en eftir hornspyrnu í leikjunum tveimur við Svartfellinga og Tyrki. Arnar Gunnlaugsson kollegi hans hjá Víkingum þakkaði þá hreinlega fyrir að stjarnan „Sir Sölvi“ heilsaði honum yfirhöfuð. Öll þessi umræða fór ekki fram hjá Sölva. „Ég hef alveg orðið var við þetta. Fólk hefur sent mér skilaboð og óskað mér til hamingju með hitt og þetta. Það er bara gaman þegar hlutirnir ganga vel. Við vorum kannski sérstaklega sáttir með fyrsta leikinn gegn Svartfjallalandi þar sem föstu leikatriðin skiluðu sigri,“ segir Sölvi. Hann hrósar leikmönnum landsliðsins fyrir að veita honum athygli og sína leikatriðunum áhuga. Það sé ekki sjálfgefið. „Það er þannig með föstu leikatriðin að það er ekki öllum sem finnst þetta skemmtilegt. Þannig að það er alveg krefjandi að fá menn til að halda athygli þegar maður er að fara yfir þetta. Það eru svo mörg smáatriði sem þarf að fara yfir sem krefst mikillar einbeitingar. Það er mjög mikið bara hrós á þá hvað þeir voru einbeittir þegar við fórum yfir þessa hluti,“ segir Sölvi. Sölvi Geir stýrði Víkingi til 3-0 sigurs á KR á föstudaginn var þar sem Arnar tók út sinn þriðja leik í banni frá hliðarlínunni. Arnar mætir aftur á hliðarlínuna þegar Víkingur sækir Fylki heim í lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Valur mætir KR að Hlíðarenda klukkan 19:15 og verður það sýnt beint á Stöð 2 Sport. Leikur Fylkis og Víkings er í beinni á Stöð 2 Sport 5.
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira