Íþróttahreyfingin og gerviverktaka Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 18. september 2024 15:01 Frjáls félagasamtök eru ein af undirstöðum blómlegs samfélags. Ég þori að fullyrða að öll reiðum við okkur á þjónustu eða tökum þátt í starfsemi einhverra félagasamtaka í gegnum ævina, hvort sem það eru íþróttafélög, verkalýðsfélög, kvenfélög eða önnur félagasamtök. Ég hef helgað stórum hluta lífs míns tveimur hreyfingum, það er Verkalýðshreyfingunni og íþróttahreyfingunni. Innan íþróttahreyfingarinnar starfaði ég í áraraðir sem þjálfari og innan verkalýðshreyfingarinnar vinn ég meðal annars að því að gæta að réttindum launafólks og sjá til þess að lögum, reglum og kjarasamningum sé fylgt. Þrátt fyrir að um ólíkar hreyfingar sé að ræða þá er sameiginlegur snertiflötur sem ég hef fundið milli þessara hreyfinga, en það eru launamál þjálfara. Á Íslandi starfa þúsundir aðila við íþróttaþjálfun fólks á öllum aldri í öllum greinum. Sjálfur starfaði ég í mörg ár sem þjálfari og fékk fyrir það greidd allskonar kjör. Hjá mörgum félögum var ekki annað í boði en að vera verktaki, hjá einu félaginu fékk ég greitt samkrull af launum, dagpeningum og akstursstyrk, hjá öðru félaginu fékk ég laun upp að lágmarkslaunum en ef ég vann umfram það var það greitt með öðrum hætti. Á sínum tíma starfaði ég hjá 9 íþróttafélögum og aðeins eitt þeirra var með mig á launaskrá og greiddi laun sem uppfylla þau grundvallarskilyrði sem við setjum á vinnumarkaði. Staðreyndin er því miður sú að mikill minnihluti íþróttafélaga eru með þjálfara á launaskrá, heldur eru þeir verktakar. Það sem meira er að þá er verktakavinna þjálfara innan íþróttahreyfingarinnar í mjög miklum meirihluta ekkert annað en gerviverktaka. En hvað er gerviverktaka? Það er grundvallarmunur á sambandi starfsmanna og vinnuveitenda annars vegar og verktaka og verkkaupa hins vegar. Réttindi, skyldur og ábyrgð verktaka og starfsmanna eru mismunandi og skattaleg meðferð tekna er að mörgu leyti ólík. Við mat á því hvort um er að ræða gerviverktöku eða ekki er í mörg horn að líta. Ef samningur er skoðaður og hann ber með sér öll einkenni vinnusamnings en heitir verktakasamningur þá er auðvitað ekki um annað að ræða en gerviverktöku. Skatturinn er með á heimasíðu sinni einskonar gátlista varðandi verktöku við mat á því hvort um sé að ræða gerviverktöku. Þau atriði sem skoðuð eru eru eftirfarandi og er forvitnilegt að bera þau saman við raunir íþróttahreyfginarinnar. Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. Ertu verktaki í þjálfun fyrir aðeins eitt félag? Líkur eru á því að um sé að ræða gerviverktöku. Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. Kaupandi verktakaþjónustunnar er í þessu tilfelli íþróttafélögin. Það er algjör undantekning að þjálfari leggi til eigin aðstöðu, verkfæri og efni. Ég sem þjálfari þurfti í það minnsta aldrei að leggja til eigin íþróttamannvirki og eigin áhöld til íþróttaiðkunar. Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. Þegar ráðinn er til starfa þjálfari hjá íþróttafélagi þá er verið að ráða viðkomandi til starfa til þess að þjálfa enda eru starfsmenn skyldugir til þess að inna verk af hendi persónulega. Aftur á móti þegar viðkomandi er verktaki þá er annað upp á teninginn. En eitt dæmið um birtingarmynd gerviverktöku í íþróttahreyfingunni. Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. Það er fáheyrt ef þjálfarar hafa sjálfdæmi um það hvar, hvenær og hvernig hann þjálfar tiltekinn hóp iðkenda Listinn er alls ekki tæmandi en varpar ágætis ljósi á þær aðstæður sem þjálfarar búa við í sínum störfum. Þegar upp er staðið þá er gerviverktaka stórt vandamál innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta brenglar ekki aðeins stöðu á vinnumarkaði heldur getur einnig haft gríðarleg áhrif á lífsviðurværi þjálfara. Þjálfarar eru flestir metnaðargjarnir einstaklingar sem spila gríðarstórt hlutverk í mótun ungmenna. Þjálfarar eru oft á tíðum settir milli steins og sleggju þess að þurfa að sætta sig við óviðunandi starfsaðstæður til þess að geta á annað borð starfað við sína ástríðu. Eftir því sem íþróttahreyfingin þróast er mikilvægt að við gleymum ekki að hlúa að og þróa starfsaðstæður þjálfara samhliða. Það á að vera eitt af okkar verkefnum að tryggja að þjálfarar búi við viðunandi starfsskilyrði og séu með kjarasamning fyrir sín störf. Með betra starfsumhverfi má einnig ætla að þjálfurum sé gefið betra rými til þess að einbeita sér að sínum mikilvægu störfum. Nauðsynlegt er að hagsmunaaðilar, íþróttahreyfingin, verkalýðshreyfingin og þjálfararnir sjálfir hefji samtal. Það er hægt að skapa viðunandi starfsaðstæður fyrir þjálfara en við þurfum að fara í þá vinnu saman. Höfundur starfar innan Íþróttahreyfingarinnar og Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Jón Ragnheiðarson Félagasamtök Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök eru ein af undirstöðum blómlegs samfélags. Ég þori að fullyrða að öll reiðum við okkur á þjónustu eða tökum þátt í starfsemi einhverra félagasamtaka í gegnum ævina, hvort sem það eru íþróttafélög, verkalýðsfélög, kvenfélög eða önnur félagasamtök. Ég hef helgað stórum hluta lífs míns tveimur hreyfingum, það er Verkalýðshreyfingunni og íþróttahreyfingunni. Innan íþróttahreyfingarinnar starfaði ég í áraraðir sem þjálfari og innan verkalýðshreyfingarinnar vinn ég meðal annars að því að gæta að réttindum launafólks og sjá til þess að lögum, reglum og kjarasamningum sé fylgt. Þrátt fyrir að um ólíkar hreyfingar sé að ræða þá er sameiginlegur snertiflötur sem ég hef fundið milli þessara hreyfinga, en það eru launamál þjálfara. Á Íslandi starfa þúsundir aðila við íþróttaþjálfun fólks á öllum aldri í öllum greinum. Sjálfur starfaði ég í mörg ár sem þjálfari og fékk fyrir það greidd allskonar kjör. Hjá mörgum félögum var ekki annað í boði en að vera verktaki, hjá einu félaginu fékk ég greitt samkrull af launum, dagpeningum og akstursstyrk, hjá öðru félaginu fékk ég laun upp að lágmarkslaunum en ef ég vann umfram það var það greitt með öðrum hætti. Á sínum tíma starfaði ég hjá 9 íþróttafélögum og aðeins eitt þeirra var með mig á launaskrá og greiddi laun sem uppfylla þau grundvallarskilyrði sem við setjum á vinnumarkaði. Staðreyndin er því miður sú að mikill minnihluti íþróttafélaga eru með þjálfara á launaskrá, heldur eru þeir verktakar. Það sem meira er að þá er verktakavinna þjálfara innan íþróttahreyfingarinnar í mjög miklum meirihluta ekkert annað en gerviverktaka. En hvað er gerviverktaka? Það er grundvallarmunur á sambandi starfsmanna og vinnuveitenda annars vegar og verktaka og verkkaupa hins vegar. Réttindi, skyldur og ábyrgð verktaka og starfsmanna eru mismunandi og skattaleg meðferð tekna er að mörgu leyti ólík. Við mat á því hvort um er að ræða gerviverktöku eða ekki er í mörg horn að líta. Ef samningur er skoðaður og hann ber með sér öll einkenni vinnusamnings en heitir verktakasamningur þá er auðvitað ekki um annað að ræða en gerviverktöku. Skatturinn er með á heimasíðu sinni einskonar gátlista varðandi verktöku við mat á því hvort um sé að ræða gerviverktöku. Þau atriði sem skoðuð eru eru eftirfarandi og er forvitnilegt að bera þau saman við raunir íþróttahreyfginarinnar. Innir viðkomandi verk af hendi fyrir einn aðila eða fleiri? – Verktakar taka að sér að vinna verk af tilteknum toga og bjóða almennt fram þjónustu sína á almennum markaði. Ef maður vinnur fyrir einn eða fáa bendir það frekar til þess að um vinnusamband sé að ræða en ekki verktakasamband. Ertu verktaki í þjálfun fyrir aðeins eitt félag? Líkur eru á því að um sé að ræða gerviverktöku. Hver leggur til aðstöðu, verkfæri, efni? – Ef kaupandi þjónustu leggur til aðstöðu, verkfæri og efni, eru meiri líkur á því að um vinnusamning sé að ræða. Kaupandi verktakaþjónustunnar er í þessu tilfelli íþróttafélögin. Það er algjör undantekning að þjálfari leggi til eigin aðstöðu, verkfæri og efni. Ég sem þjálfari þurfti í það minnsta aldrei að leggja til eigin íþróttamannvirki og eigin áhöld til íþróttaiðkunar. Er viðkomandi skyldur til að inna verk af hendi persónulega? – Verktakar taka að sér að inna ákveðið verk af hendi, en eru almennt ekki skyldugir til að inna verk af hendi persónulega þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á því. Starfsmenn eru hins vegar skyldugir til að inna verk af hendi persónulega. Þegar ráðinn er til starfa þjálfari hjá íþróttafélagi þá er verið að ráða viðkomandi til starfa til þess að þjálfa enda eru starfsmenn skyldugir til þess að inna verk af hendi persónulega. Aftur á móti þegar viðkomandi er verktaki þá er annað upp á teninginn. En eitt dæmið um birtingarmynd gerviverktöku í íþróttahreyfingunni. Hver hefur stjórnunarrétt, s.s. ákveður hvar, hvernig og hvenær vinnan er unnin? – Verktakar hafa mun meira sjálfdæmi um það en starfsmenn hvar, hvernig og hvenær verk er unnið. Það er fáheyrt ef þjálfarar hafa sjálfdæmi um það hvar, hvenær og hvernig hann þjálfar tiltekinn hóp iðkenda Listinn er alls ekki tæmandi en varpar ágætis ljósi á þær aðstæður sem þjálfarar búa við í sínum störfum. Þegar upp er staðið þá er gerviverktaka stórt vandamál innan íþróttahreyfingarinnar. Þetta brenglar ekki aðeins stöðu á vinnumarkaði heldur getur einnig haft gríðarleg áhrif á lífsviðurværi þjálfara. Þjálfarar eru flestir metnaðargjarnir einstaklingar sem spila gríðarstórt hlutverk í mótun ungmenna. Þjálfarar eru oft á tíðum settir milli steins og sleggju þess að þurfa að sætta sig við óviðunandi starfsaðstæður til þess að geta á annað borð starfað við sína ástríðu. Eftir því sem íþróttahreyfingin þróast er mikilvægt að við gleymum ekki að hlúa að og þróa starfsaðstæður þjálfara samhliða. Það á að vera eitt af okkar verkefnum að tryggja að þjálfarar búi við viðunandi starfsskilyrði og séu með kjarasamning fyrir sín störf. Með betra starfsumhverfi má einnig ætla að þjálfurum sé gefið betra rými til þess að einbeita sér að sínum mikilvægu störfum. Nauðsynlegt er að hagsmunaaðilar, íþróttahreyfingin, verkalýðshreyfingin og þjálfararnir sjálfir hefji samtal. Það er hægt að skapa viðunandi starfsaðstæður fyrir þjálfara en við þurfum að fara í þá vinnu saman. Höfundur starfar innan Íþróttahreyfingarinnar og Verkalýðshreyfingarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun