Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 07:19 Vance hefur viðurkennt að gæludýraátið sé aðeins orðrómur en Trump heldur áfram að halda því fram að hælisleitendur séu að éta hunda og ketti nágranna sinna. AP/Yuki Iwamura Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Sjá meira
Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Sjá meira