Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 13:58 Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“ Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“
Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira