Hnífjafnt á landsvísu en Harris með forskot í Pennsylvaníu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 12:44 Harris þykir hafa staðið sig mun betur í kappræðunum en Trump. Hann hefur neitað að mæta henni í annað sinn. Getty/Win McNamee Kamala Harris og Donald Trump mældust með jafn mikinn stuðning á landsvísu í nýrri skoðanakönnun New York Times, Philadelphia Inquirer og Siena College. Harris virðist þó enn nokkuð betur í Pennsylvaníu, einu helsta og mikilvægasta barátturíkinu, þar sem hún mælist með 50 prósent stuðning en Trump með 46 prósent. Staðan í Pennsylvaníu er óbreytt frá því í síðustu könnun sömu aðila en þá mældist Trump með tveggja prósentu forskot á landsvísu. Bæði mælast með 47 prósent á landsvísu. Könnunin var gerð eftir kappræður forsetaefnanna og þótti svarendum Harris standa sig töluvert betur en Trump. Alls sögðust 67 prósent telja Harris hafa staðið sig vel en aðeins 40 prósent þótti Trump hafa plummað sig. Um það bil 29 prósent sögðu að Harris hefði ekki staðið sig vel og 56 prósent að Trump hefði mátt gera betur. Samkvæmt könnuninni virðist Harris vera að ná til kjósenda sem hneigjast til þess að kjósa Demókrata; kvenna, svartra og yngri kjósenda. Það vekur þó athygli að almennt séð þykir fleirum Harris of frjálslynd en þykja Trump of íhaldssamur. Þá þykir kjósendum enn að þeir viti ekki nógu mikið um Harris en væntingar stóðu til þess að hún myndi nota kappræðurnar til að kynna sig betur sem persónu. Harris hefur meðal annars verið sökuð um að skipta um skoðun eftir því hvernig pólitískir vindar blása og kjósendur vilja skýringar. Þess ber að geta að könnunin var framkvæmd áður en maður var handtekinn grunaður um að hafa ætlað að ráða Trump bana á golfvelli í Flórída. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Harris virðist þó enn nokkuð betur í Pennsylvaníu, einu helsta og mikilvægasta barátturíkinu, þar sem hún mælist með 50 prósent stuðning en Trump með 46 prósent. Staðan í Pennsylvaníu er óbreytt frá því í síðustu könnun sömu aðila en þá mældist Trump með tveggja prósentu forskot á landsvísu. Bæði mælast með 47 prósent á landsvísu. Könnunin var gerð eftir kappræður forsetaefnanna og þótti svarendum Harris standa sig töluvert betur en Trump. Alls sögðust 67 prósent telja Harris hafa staðið sig vel en aðeins 40 prósent þótti Trump hafa plummað sig. Um það bil 29 prósent sögðu að Harris hefði ekki staðið sig vel og 56 prósent að Trump hefði mátt gera betur. Samkvæmt könnuninni virðist Harris vera að ná til kjósenda sem hneigjast til þess að kjósa Demókrata; kvenna, svartra og yngri kjósenda. Það vekur þó athygli að almennt séð þykir fleirum Harris of frjálslynd en þykja Trump of íhaldssamur. Þá þykir kjósendum enn að þeir viti ekki nógu mikið um Harris en væntingar stóðu til þess að hún myndi nota kappræðurnar til að kynna sig betur sem persónu. Harris hefur meðal annars verið sökuð um að skipta um skoðun eftir því hvernig pólitískir vindar blása og kjósendur vilja skýringar. Þess ber að geta að könnunin var framkvæmd áður en maður var handtekinn grunaður um að hafa ætlað að ráða Trump bana á golfvelli í Flórída.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira