Harris virðist þó enn nokkuð betur í Pennsylvaníu, einu helsta og mikilvægasta barátturíkinu, þar sem hún mælist með 50 prósent stuðning en Trump með 46 prósent.
Staðan í Pennsylvaníu er óbreytt frá því í síðustu könnun sömu aðila en þá mældist Trump með tveggja prósentu forskot á landsvísu.
Bæði mælast með 47 prósent á landsvísu.
Könnunin var gerð eftir kappræður forsetaefnanna og þótti svarendum Harris standa sig töluvert betur en Trump. Alls sögðust 67 prósent telja Harris hafa staðið sig vel en aðeins 40 prósent þótti Trump hafa plummað sig.
Um það bil 29 prósent sögðu að Harris hefði ekki staðið sig vel og 56 prósent að Trump hefði mátt gera betur.
Samkvæmt könnuninni virðist Harris vera að ná til kjósenda sem hneigjast til þess að kjósa Demókrata; kvenna, svartra og yngri kjósenda. Það vekur þó athygli að almennt séð þykir fleirum Harris of frjálslynd en þykja Trump of íhaldssamur.
Þá þykir kjósendum enn að þeir viti ekki nógu mikið um Harris en væntingar stóðu til þess að hún myndi nota kappræðurnar til að kynna sig betur sem persónu. Harris hefur meðal annars verið sökuð um að skipta um skoðun eftir því hvernig pólitískir vindar blása og kjósendur vilja skýringar.
Þess ber að geta að könnunin var framkvæmd áður en maður var handtekinn grunaður um að hafa ætlað að ráða Trump bana á golfvelli í Flórída.