Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. september 2024 15:26 Hera Björk þegar hún bar sigur úr býtum í Söngvakeppninni í fyrra. Vísir/Hulda Margrét RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara. Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Sjá meira
Áður hafði komið fram í tilkynningu frá RÚV í síðustu viku að ekki hefði verið ákveðið hvernig framlag Íslands í Eurovision 2025 yrði valið. Var það í sömu tilkynningu og tilkynnt var að Ísland myndi sannarlega taka þátt í keppninni, eftir að RÚV hafði frestað ákvörðun um að taka þátt. Eins og flestir muna reyndist Eurovision keppnin afar umdeild í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni og stríðsins á Gasa. Fjölmargir hvöttu til sniðgöngu og var reglulega í aðdraganda keppninnar mótmælt við RÚV. Þá hríðféll áhorf á úrslit keppninnar miðað við það sem það hefur verið síðustu ár. Skoða að breyta fyrirkomulagi við val á sigurvegara „Nú hefur verið opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina á slóðinni songvakeppnin.is. Eins og áður keppa tíu lög hér heima. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem ráðgefandi valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV, tekur til umfjöllunar.“ Þá kemur fram í tilkynningunni að til standi að gera breytingar á keppninni með það að markmiði að stuðla að fjölbreyttari dagskrárgerð. Einnig sé verið að skoða breyttar útfærslur á vali á sigurlaginu. Eins og flestir muna eftir reyndist hið svokallaða einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar afar umdeilt í ár eftir að í ljós kom að Bashar Muhrad hafði hlotið langflest atkvæði í keppninni allt þar til kom að einvíginu þar sem Hera Björk bar sigur úr býtum. „Þessi vinna stendur nú yfir og verður nánara fyrirkomulag keppninnar kynnt síðar. Keppnin er í sífelldri endurskoðun. Stöðugt er hugsað um hvernig hægt er að bæta keppnina svo hún verði að betri sjónvarpsviðburði og að framlag Íslands í Eurovision verði sem frambærilegast. Allskonar breytingar og nýjungar hafa orðið í sögu keppninnar sem spannar nú bráðum 40 ár. Markmiðið á hverju ári er að laða að gott tónlistarfólk, finna sterkt lag og flytjanda til þátttöku í Eurovision og gleðja fjölskyldurnar í landinu.“ Þá segir ennfremur að framleiðendur keppninnar hvetji alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lag. Söngvakeppnin hafi mikla og óumdeilda þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf, hafi getið af sér ótal margar íslenskar söngperlur og lagt grunninn að glæstum ferli fjölda tónlistarfólks í gegnum tíðina. „Tekið verður á móti öllum tegundum af tónlist, í Söngvakeppninni er fjölbreytileikanum fagnað sem fyrr. Frestur til að senda inn lag á songvakeppnin.is rennur út á miðnætti sunnudaginn 13. október.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Fjölmiðlar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Sjá meira