Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. september 2024 13:07 Bræðurnir sameinaðir að nýju, Roger til vinstri og Luis Armando til hægri, 73 árum eftir að þeim síðarnefnda var rænt. Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu. Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Luis hafði verið að leika sér með eldri bróður sínum, hinum tíu ára Roger, í Jefferson Square-almenningsgarði í Oakland í febrúar árið 1951 þegar kona nokkur lokkaði Luis á brott með því að lofa að kaupa handa honum nammi. Ekki er alveg ljóst hvað gerðist í kjölfarið en konan hefur greinilega ferðast með hann á austurströndina, alveg hinum megin á landinu. Þar hafi hann síðan endað hjá fólkinu sem ól hann upp. Systurdóttur Albino, hinni 63 ára Alida Alequin, tókst með hjálp lífsýnarannsókna, blaðaúrklippna, lögreglunnar og alríkislögreglunnar að hafa uppi á frænda sínum sem er fjölskyldufaðir, afi og fyrrverandi slökkviliðsmaður. Hann hitti fjölskyldu sína loksins aftur í júní á þessu ári. Erfðapróf og uppljómun kveikjan að endurfundunum Alequin rifjaði upp í samtali við LA Times hvernig fjölskyldan hafði lengi reynt að hafa upp á Albino. Þá hafi Antonia, móðir Albino, ávallt geymt blaðaúrklippu um mannránið í veski sínu og vonað að hann kæmi á endanum heim. Hún dó hins vegar árið 2005. Það sem kom málinu af stað má segja að hafi verið erfafræðipróf sem Alequinn tók árið 2020. Þar hafi komið í ljós að hún væri töluvert skyld ákveðnum manni. Á endanum kom í ljós að það væri hinn löngu týndi frændi. Hún fattaði hins vegar ekki strax að þetta væri hann. Fyrr á þessu ári hafi hún verið að segja dætrum sínum frá systkinum móður sinnar þegar það kom til hennar að maðurinn væri frænda hennar. „Ég nefndi öll systkini mömmu minnar og þegar ég kom að því yngst, litla Luis, stoppaði ég í miðri setningu.“ Hún geti ekki útskýrt hvað hafi gerst næst en hún hafi fattað að þetta væri frændi sinn. Í kjölfarið hafi hún og dætur hennar byrjað að leita að myndum og upplýsingum á netinu. Þá hafi þær fundið myndir sem sýndu ótvírætt að hann væri týndi frændinn. Alequin hafi síðan leitað til lögregluyfirvalda í Oakland og þannig hafi Albino á endanum komist í leitirnar. Mundi eftir mannráninu Það var hjartnæm stund þegar Albino hitti fjölskyldu sína í Kaliforníu að sögn Alequin. Luis og Roger gátu spjallað saman um veru sína í hernum, Roger var í flughernum en Luis í landgönguliði flotans. Þeir ræddu saman um æsku sína og lífið eftir mannránið. Að sögn Alequin kvaðst Albino muna eftir mannráninu og ferðalaginu til austurstrandarinnar. Hann hafi hins vegar aldrei fengið nein svör frá uppeldisfjölskyldu sinni þegar hann spurði út í mannránið. Þar að auki vildi Albino ekki ræða við fjölmiðla um sögu sína heldur halda henni fyrir sig. Skömmu eftir að bræðurnir hittust í sumar lést Roger. Hins vegar er Albino staðráðinn í að heimsækja fjölskylduna í Kaliforníu aftur á næsta ári.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira