Fimmti hver myndi helst velja að flytja til Danmerkur Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2024 08:02 Köben heillar. Getty Einn af hverjum fimm Íslendingum nefnir að Danmörk yrði fyrir valinu ef þeir gæti flutt til hvaða lands sem er. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup. Í öðru sæti er Spánn en þangað væri rúmlega einn af hverjum tíu til í að flytja. Þar á eftir kemur Noregur og þá næst Ítalía, Bandaríkin og Svíþjóð. Í tilkynningu frá Gallup segir að fólk yfir sextugu og fólk milli þrítugs og fertugs er spenntast fyrir að flytja til Danmerkur. „Fólk yfir fimmtugu og fólk milli þrítugsog fertugs er einna spenntast fyrir að flytja til Spánar. Fólk undir þrítugu er spenntara fyrir flutningi til Noregs eða Svíþjóðar en þau sem eldri eru. Fólk milli fimmtugs og sextugs er einna spenntast fyrir að flytja til Ítalíu en fólk undir fimmtugu er spenntara fyrir að flytja til Bandaríkjanna en eldra fólk.“ Kjósendur Flokks fólksins velja Spán Ennfremur segir að íbúar á landsbyggðinni eru spenntari en höfuðborgarbúar fyrir að flytja til Noregs en því sé öfugt farið þegar kemur að því að flytja til Danmerkur, Svíþjóða eða Bandaríkjanna. „Fólk með meiri menntun en minni er líklegra til að vera til í að flytja til Danmerkur eða Svíþjóðar en því er öfugt farið þegar kemur að Bandaríkjunum. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna, Viðreisn, Vinstri græn, Miðflokkinn eða Pírata ef kosið yrði til Alþingis í dag myndu helst flytja til Danmerkur, þau sem kysu Flokk fólksins eða Sjálfstæðisflokkinn myndu helst flytja til Spánar en þau sem kysu Sósíalistaflokkinn flyttu helst til Noregs,“ segir í tilkynningu frá Gallup. Spurt var: „Ef þú gætir flutt til hvaða lands sem er, hvaða land yrði fyrir valinu?“ Um var að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 29. ágúst til 8. september. Heildarúrtakið var 1.718 og þátttökuhlutfallið 48,9 prósent. Skoðanakannanir Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup. Í öðru sæti er Spánn en þangað væri rúmlega einn af hverjum tíu til í að flytja. Þar á eftir kemur Noregur og þá næst Ítalía, Bandaríkin og Svíþjóð. Í tilkynningu frá Gallup segir að fólk yfir sextugu og fólk milli þrítugs og fertugs er spenntast fyrir að flytja til Danmerkur. „Fólk yfir fimmtugu og fólk milli þrítugsog fertugs er einna spenntast fyrir að flytja til Spánar. Fólk undir þrítugu er spenntara fyrir flutningi til Noregs eða Svíþjóðar en þau sem eldri eru. Fólk milli fimmtugs og sextugs er einna spenntast fyrir að flytja til Ítalíu en fólk undir fimmtugu er spenntara fyrir að flytja til Bandaríkjanna en eldra fólk.“ Kjósendur Flokks fólksins velja Spán Ennfremur segir að íbúar á landsbyggðinni eru spenntari en höfuðborgarbúar fyrir að flytja til Noregs en því sé öfugt farið þegar kemur að því að flytja til Danmerkur, Svíþjóða eða Bandaríkjanna. „Fólk með meiri menntun en minni er líklegra til að vera til í að flytja til Danmerkur eða Svíþjóðar en því er öfugt farið þegar kemur að Bandaríkjunum. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna, Viðreisn, Vinstri græn, Miðflokkinn eða Pírata ef kosið yrði til Alþingis í dag myndu helst flytja til Danmerkur, þau sem kysu Flokk fólksins eða Sjálfstæðisflokkinn myndu helst flytja til Spánar en þau sem kysu Sósíalistaflokkinn flyttu helst til Noregs,“ segir í tilkynningu frá Gallup. Spurt var: „Ef þú gætir flutt til hvaða lands sem er, hvaða land yrði fyrir valinu?“ Um var að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 29. ágúst til 8. september. Heildarúrtakið var 1.718 og þátttökuhlutfallið 48,9 prósent.
Skoðanakannanir Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira