Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 09:01 Edmundo González flúði til Spánar þegar ljóst varð að hann yrði tekinn höndum í heimalandinu. AP/Ariana Cubillos Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. González flúði til Spánar fyrr í þessum mánuði en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði þá ítrekað hótað því að fangelsa hann og aðra leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júlí. Andrúmsloftið í Venesúela hefur verið þrungið spennu eftir kosningarnar. Verulegar efasemdir eru um að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. González og stjórnarandstaðan heldur því fram að hann hafi fengið flest atkvæði en yfirkjörstjórn landsins lýsti Maduro sigurvegara. Hún birti þó aldrei tölur fyrir alla kjörstaði þrátt fyrir að það hefði verið venjan fram að þessu. Maduro sakaði stjórnarandstöðuna um að reyna að ræna sig völdum og lét saksóknara sinn gefa út ákæru á hendur leiðtogum hennar fyrir ýmsa meinta glæpi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrir helgi sagði González að lífvörður hans hefði fengið upplýsingar um að öryggissveitir Maduro ætluðu sér að klófesta hann og að best væri að hann léti sig hverfa. „Ég hefði getað farið í felur en ég varð að vera frjáls til þess að gera það sem ég er að gera, að miðla því til heimsbyggðarinnar sem er að gerast í Venesúela, vera í samskiptum við þjóðarleiðtoga,“ sagði González. Þvingaður til þess að skrifa undir kosningasigur Maduro Um leið og handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum segist González hafa vitað að hann ætti yfir höfði sér fangelsisvist, mögulega í einu af þeim fangelsum sem stjórn Maduro hefur breytt í pyntingarmiðstöðvar. Þá segist González hafa verið þvingaður til þess að skrifa undir bréf þess efnis að hann sætti sig við sigur Maduro áður en hann yfirgaf Venesúela. Þá hafi menn Maduro tekið myndir af honum sem voru síðar birtar opinberlega í óþökk hans. Í skiptum hafi González fengið fyrirheit um að dóttir hans og fjölskylda hennar yrði látin í friði og sömuleiðis eignir hans sjálfs í landinu. Venesúela Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
González flúði til Spánar fyrr í þessum mánuði en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði þá ítrekað hótað því að fangelsa hann og aðra leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júlí. Andrúmsloftið í Venesúela hefur verið þrungið spennu eftir kosningarnar. Verulegar efasemdir eru um að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. González og stjórnarandstaðan heldur því fram að hann hafi fengið flest atkvæði en yfirkjörstjórn landsins lýsti Maduro sigurvegara. Hún birti þó aldrei tölur fyrir alla kjörstaði þrátt fyrir að það hefði verið venjan fram að þessu. Maduro sakaði stjórnarandstöðuna um að reyna að ræna sig völdum og lét saksóknara sinn gefa út ákæru á hendur leiðtogum hennar fyrir ýmsa meinta glæpi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrir helgi sagði González að lífvörður hans hefði fengið upplýsingar um að öryggissveitir Maduro ætluðu sér að klófesta hann og að best væri að hann léti sig hverfa. „Ég hefði getað farið í felur en ég varð að vera frjáls til þess að gera það sem ég er að gera, að miðla því til heimsbyggðarinnar sem er að gerast í Venesúela, vera í samskiptum við þjóðarleiðtoga,“ sagði González. Þvingaður til þess að skrifa undir kosningasigur Maduro Um leið og handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum segist González hafa vitað að hann ætti yfir höfði sér fangelsisvist, mögulega í einu af þeim fangelsum sem stjórn Maduro hefur breytt í pyntingarmiðstöðvar. Þá segist González hafa verið þvingaður til þess að skrifa undir bréf þess efnis að hann sætti sig við sigur Maduro áður en hann yfirgaf Venesúela. Þá hafi menn Maduro tekið myndir af honum sem voru síðar birtar opinberlega í óþökk hans. Í skiptum hafi González fengið fyrirheit um að dóttir hans og fjölskylda hennar yrði látin í friði og sömuleiðis eignir hans sjálfs í landinu.
Venesúela Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49