Haaland ekki refsað Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 12:31 Það virðist grunnt á því góða á milli þeirra Erling Haaland og Gabriels. Getty/Michael Regan Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á meðan að samherjar Haalands glöddust yfir markinu og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Arsenal-mönnum, sem voru nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta liðið í tvö ár til að vinna City á útivelli, þá ákvað Norðmaðurinn að strá salti í sár Gabriels með því að kasta boltanum í höfuð hans. Dómari leiksins, Michael Oliver, annað hvort sá ekki atvikið eða kaus að aðhafast ekkert vegna þess, en Haaland virðist ekki þurfa að kvíða því að brugðist verði við athæfi hans eftir á. Sky Sports fullyrðir að Haaland muni ekki verða refsað, og segir að myndbandsdómari hafi metið atvikið á meðan á leik stóð og ekki talið nauðsynlegt að grípa inn í. 🚨🇳🇴 Erling Haaland not expected to face any retrospective punishment for throwing the ball at the back of Gabriel Magalhaes' head.VAR reviewed the incident at the time, and deemed no action was necessary, @Jack_Gaughan reports. pic.twitter.com/e714HRzizu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Haaland lét miðverði Arsenal finna vel fyrir sér í leiknum og hann skoraði þegar City komst yfir snemma leiks. Arsenal sneri stöðunni í 2-1 fyrir hálfleik en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald rétt fyrir hléið. Seinni hálfleikur var svo eign City en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í blálokin þegar John Stones skoraði. Alan Shearer kom Haaland til varnar í þættinum Match of the Day 2, og vildi ekki meina að hann ætti skilið refsingu fyrir að kasta boltanum í höfuð Gabriels. „Mér fannst enginn skaði í þessu. Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann en varðandi baráttuhug og einvígin úti á vellinum þá var þetta mjög spennandi leikur,“ sagði Shearer. Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Á meðan að samherjar Haalands glöddust yfir markinu og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Arsenal-mönnum, sem voru nokkrum sekúndum frá því að verða fyrsta liðið í tvö ár til að vinna City á útivelli, þá ákvað Norðmaðurinn að strá salti í sár Gabriels með því að kasta boltanum í höfuð hans. Dómari leiksins, Michael Oliver, annað hvort sá ekki atvikið eða kaus að aðhafast ekkert vegna þess, en Haaland virðist ekki þurfa að kvíða því að brugðist verði við athæfi hans eftir á. Sky Sports fullyrðir að Haaland muni ekki verða refsað, og segir að myndbandsdómari hafi metið atvikið á meðan á leik stóð og ekki talið nauðsynlegt að grípa inn í. 🚨🇳🇴 Erling Haaland not expected to face any retrospective punishment for throwing the ball at the back of Gabriel Magalhaes' head.VAR reviewed the incident at the time, and deemed no action was necessary, @Jack_Gaughan reports. pic.twitter.com/e714HRzizu— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Haaland lét miðverði Arsenal finna vel fyrir sér í leiknum og hann skoraði þegar City komst yfir snemma leiks. Arsenal sneri stöðunni í 2-1 fyrir hálfleik en missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald rétt fyrir hléið. Seinni hálfleikur var svo eign City en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í blálokin þegar John Stones skoraði. Alan Shearer kom Haaland til varnar í þættinum Match of the Day 2, og vildi ekki meina að hann ætti skilið refsingu fyrir að kasta boltanum í höfuð Gabriels. „Mér fannst enginn skaði í þessu. Þetta var erfiður leikur fyrir dómarann en varðandi baráttuhug og einvígin úti á vellinum þá var þetta mjög spennandi leikur,“ sagði Shearer.
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira