„Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 24. september 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ Ohh fantasíur eru svo skemmtilegar! Eflaust tengja mörg við það að hafa heyrt bólfélaga eða maka hvísla að sér: „Segðu mér hvað þú vilt.“ Kannski er að hitna í kolunum eða þið eruð dottin í koddahjal eftir kynlíf. Flest eigum við frekar erfitt með að hleypa öðrum inn í okkar fantasíuheim. Hefur þú í alvöru og þá meina ég Í ALVÖRU sagt einhverjum frá öllu því sem þig langar að prófa í kynlífi eða sagt frá því hverjar þínar fantasíur eru? Mmmm.. grunaði það! En af hverju er þetta svona flókið? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Fantasíur eru mjög persónulegar.Vísir/Getty Til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu þá eru fantasíur ímyndir og hugsanir sem koma upp í hugann og kveikja í þér kynferðislega. Fantasíur eru mjög persónulegar og geta gefið okkur vísbendingar um það sem kveikir í okkur alveg óháð því hvort okkur langi til að upplifa það í raunveruleikanum eða ekki. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Svo ég snúi mér að spurningunni þá er alls ekki óeðlilegt að finnast æsandi að hugsa um einhvern þriðja aðila sem horfir á eða tekur þátt í kynlífi með þér og manninum þínum. Fantasíur eru sjaldnast um það sem við þekkjum best, þær byggja stundum á raunveruleikanum en bæta yfirleitt einhverju kryddi við. Rannsóknir sýna að flest fólk fantaserar og gera það jafnvel oft á dag eða viku. Þegar fólk er spurt út í sínar helstu fantasíur er algengast að fólk nefni hópkynlíf, þar sem þrír eða fleiri stunda kynlíf saman. Þar að auki nefnir fólk oft fantasíur sem snúast um það að leika með sársauka eða völd. Annað algengt þema eru fantasíur sem beinast að því að fylgjast með öðrum stunda kynlíf eða að aðrir horfi á sig. Ein bók hefur verið sérstaklega skrifuð um fantasíur sem ég get mælt með fyrir lesendur er Tell Me What You Want eftir Justin Lehmiller. View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Því miður upplifa mörg okkar skömm gagnvart eigin fantasíum. Mörg gera sér grein fyrir því að sumar fantasíur munu aldrei rætast en óttast samt álit annarra. Það eitt að fantasían komi upp í hugann getur kveikt á tilfinningum eins og skömm. Sum óttast að særa tilfinningar maka eða bólfélaga, þar sem fantasíur hafa stundum ekkert með þau að gera. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Ef þú hefur áhyggjur af eigin fantasíum, finnst þær taka upp mjög mikinn tíma í þínu daglega lífi eða þær valda þér vanlíðan hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Hægt er að leita til kynfræðinga og kynlífsráðgjafa eftir ráðgjöf. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Ohh fantasíur eru svo skemmtilegar! Eflaust tengja mörg við það að hafa heyrt bólfélaga eða maka hvísla að sér: „Segðu mér hvað þú vilt.“ Kannski er að hitna í kolunum eða þið eruð dottin í koddahjal eftir kynlíf. Flest eigum við frekar erfitt með að hleypa öðrum inn í okkar fantasíuheim. Hefur þú í alvöru og þá meina ég Í ALVÖRU sagt einhverjum frá öllu því sem þig langar að prófa í kynlífi eða sagt frá því hverjar þínar fantasíur eru? Mmmm.. grunaði það! En af hverju er þetta svona flókið? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Fantasíur eru mjög persónulegar.Vísir/Getty Til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu þá eru fantasíur ímyndir og hugsanir sem koma upp í hugann og kveikja í þér kynferðislega. Fantasíur eru mjög persónulegar og geta gefið okkur vísbendingar um það sem kveikir í okkur alveg óháð því hvort okkur langi til að upplifa það í raunveruleikanum eða ekki. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Svo ég snúi mér að spurningunni þá er alls ekki óeðlilegt að finnast æsandi að hugsa um einhvern þriðja aðila sem horfir á eða tekur þátt í kynlífi með þér og manninum þínum. Fantasíur eru sjaldnast um það sem við þekkjum best, þær byggja stundum á raunveruleikanum en bæta yfirleitt einhverju kryddi við. Rannsóknir sýna að flest fólk fantaserar og gera það jafnvel oft á dag eða viku. Þegar fólk er spurt út í sínar helstu fantasíur er algengast að fólk nefni hópkynlíf, þar sem þrír eða fleiri stunda kynlíf saman. Þar að auki nefnir fólk oft fantasíur sem snúast um það að leika með sársauka eða völd. Annað algengt þema eru fantasíur sem beinast að því að fylgjast með öðrum stunda kynlíf eða að aðrir horfi á sig. Ein bók hefur verið sérstaklega skrifuð um fantasíur sem ég get mælt með fyrir lesendur er Tell Me What You Want eftir Justin Lehmiller. View this post on Instagram A post shared by Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir (@aldisthorbjorg) Því miður upplifa mörg okkar skömm gagnvart eigin fantasíum. Mörg gera sér grein fyrir því að sumar fantasíur munu aldrei rætast en óttast samt álit annarra. Það eitt að fantasían komi upp í hugann getur kveikt á tilfinningum eins og skömm. Sum óttast að særa tilfinningar maka eða bólfélaga, þar sem fantasíur hafa stundum ekkert með þau að gera. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Ef þú hefur áhyggjur af eigin fantasíum, finnst þær taka upp mjög mikinn tíma í þínu daglega lífi eða þær valda þér vanlíðan hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Hægt er að leita til kynfræðinga og kynlífsráðgjafa eftir ráðgjöf.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Sjá meira
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01