Vilja ályktun um stjórnarslit á dagskrá hjá VG Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. september 2024 23:32 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fyrir utan Bessastaði. Vísir/Vilhelm „Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, haldinn í Reykjavík 4. til 6. október 2024 ályktar að tímabært sé að horfa til þess að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.“ Þetta kemur fram í ósamþykktum drögum að ályktunum fyrir landsfund Vinstri Grænna frá málefnahópum og félögum til umræðu og afgreiðslu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. . Þar segir að ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísk óróa. Tekið er fram að festa hafi komist á undir forystu VG en nú séu hins vega brýn verkefni fram undan og mat landsfundar að ekki sé unnt að takast á við þau í núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn tryggi hagsmuni fjármagnsins Andrés Skúlason, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Saga Kjartansdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Sveinn Máni Jóhannesson eru undirrituð fyrir ályktuninni. Andrés og Helgi Hlynur sitja í stjórn VG. „Hvort sem litið er til náttúruverndar, samfélagsmála eða efnahagsstjórnar þá er það svo að samstarfsflokkar hreyfingarinnar í ríkisstjórn, og þá einkum Sjálfstæðisflokkurinn, hafa að of miklu leyti farið þá leið að tryggja hagsmuni fjármagnsins, á kostnað almennings. Lausna er leitað í einkavæðingu, niðurskurðarstefnu og óheftri stóriðjustefnu, sem allt gengur gegn stefnu Vinstri grænna. Samhliða hefur Sjálfstæðisflokkurinn áfellst fólk fyrir að flýja stríð og gert innflytjendur almennt að blóraböggli fyrir slæmri efnahagsstjórn og vanrækslu innviða,“ segir í ályktuninni. Hvetja til þess að boðið verði til kosninga Við þessu verður ekki unað að mati undirritaðra og tekið fram að hreyfingin geti ekki átt aðild að ríkisstjórnarsamstarfi þar sem ólíklegt sé að hægt verði að takast á við knýjandi verkefni framundan. „Landsfundur hvetur því til þess að boðað verði til kosninga. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs áréttar stefnu hreyfingarinnar og býður upp á framtíðarsýn fyrir Ísland þar sem fólk er sett í fyrsta sæti og fjármagnið látið mæta afgangi. Hvort sem Vinstri græn verða innan eða utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar mun hreyfingin hafna einkavæðingu og útlendingaandúð og vinna að mannréttindum, kvenfrelsi og félagslegu réttlæti.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í ósamþykktum drögum að ályktunum fyrir landsfund Vinstri Grænna frá málefnahópum og félögum til umræðu og afgreiðslu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. . Þar segir að ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísk óróa. Tekið er fram að festa hafi komist á undir forystu VG en nú séu hins vega brýn verkefni fram undan og mat landsfundar að ekki sé unnt að takast á við þau í núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn tryggi hagsmuni fjármagnsins Andrés Skúlason, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Einar Ólafsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Saga Kjartansdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir og Sveinn Máni Jóhannesson eru undirrituð fyrir ályktuninni. Andrés og Helgi Hlynur sitja í stjórn VG. „Hvort sem litið er til náttúruverndar, samfélagsmála eða efnahagsstjórnar þá er það svo að samstarfsflokkar hreyfingarinnar í ríkisstjórn, og þá einkum Sjálfstæðisflokkurinn, hafa að of miklu leyti farið þá leið að tryggja hagsmuni fjármagnsins, á kostnað almennings. Lausna er leitað í einkavæðingu, niðurskurðarstefnu og óheftri stóriðjustefnu, sem allt gengur gegn stefnu Vinstri grænna. Samhliða hefur Sjálfstæðisflokkurinn áfellst fólk fyrir að flýja stríð og gert innflytjendur almennt að blóraböggli fyrir slæmri efnahagsstjórn og vanrækslu innviða,“ segir í ályktuninni. Hvetja til þess að boðið verði til kosninga Við þessu verður ekki unað að mati undirritaðra og tekið fram að hreyfingin geti ekki átt aðild að ríkisstjórnarsamstarfi þar sem ólíklegt sé að hægt verði að takast á við knýjandi verkefni framundan. „Landsfundur hvetur því til þess að boðað verði til kosninga. Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs áréttar stefnu hreyfingarinnar og býður upp á framtíðarsýn fyrir Ísland þar sem fólk er sett í fyrsta sæti og fjármagnið látið mæta afgangi. Hvort sem Vinstri græn verða innan eða utan ríkisstjórnar eftir næstu kosningar mun hreyfingin hafna einkavæðingu og útlendingaandúð og vinna að mannréttindum, kvenfrelsi og félagslegu réttlæti.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira