Heimir „hæstánægður með FH-liðið“ eftir 3-0 tap Kári Mímisson skrifar 25. september 2024 22:16 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Það mátti sjá blendnar tilfinningar í augum Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 3-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Víkings. „Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira
„Ég er hæstánægður með FH-liðið í dag. Gáfum allt í þetta og spiluðum góða fótbolta á köflum. Það sem vantaði bara hjá okkur í dag var að þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim þá voru okkur allir vegir færir en það vantaði aðeins betri ákvörðunartöku á boltanum. Við vorum aðeins að flýta okkur þar. Annars bara heilt yfir þótti mér frammistaðan til fyrirmyndar. Í stöðunni 2-0 opnaðist leikurinn og Daði bjargaði okkur nokkrum sinnum.“ FH vann síðast leik gegn Víkingum í september árið 2020. Þetta eru því orðnir tíu leikir í röð sem liðin hafa spilað án þess að FH nái að vinna. Spurður út í hvað veldur þessu svarar Heimir eftirfarandi. „Það er góð spurning. Það er mögulega af því að þeir eru betri en við að nýta stöðurnar sem þeir fá. Við lærum af þessu og erum að nálgast þá.“ Spurður út í framhaldið segir Heimir að hann horfi jákvæður fram á við. Liðið spilar næst gegn Breiðablik á sunnudaginn. „Ég horfi jákvætt á framhaldið. Við eigum næst leik við Breiðablik og nú þurfum við bara að hugsa vel um okkur það sem eftir er vikunnar og vera klárir á sunnudaginn. Það eru enn tólf stig í pottinum og það á enn fullt eftir að gerast.“ Vonir FH um að ná þriðja sætinu sem gefur sæti í Evrópukeppni að ári eru orðnar ansi litlar. Liðið er sex stigum á eftir Val sem situr núna í þriðja sætinu og það þarf því ansi margt að gerast til þess að það takist. Heimir segir þó að það sé fullt eftir og að liðið muni halda ótrautt áfram. „Að sjálfsögðu, þetta ekkert sem slær okkur út af laginu. Við eigum enn eftir að spila við Stjörnuna, ÍA og Val ásamt því að öll þessi lið eiga eftir að spila við hvort annað þannig að það er nóg sem á eftir að gerast í þessari úrslitakeppni og í þessari keppni um þetta Evrópusæti.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Sjá meira