Kenningar á kreik eftir ásakanir um kynferðisbrot Al-Fayed Jakob Bjarnar skrifar 30. september 2024 13:02 Nýjar ásakanir á hendur Mohamed Al-Fayed um kynferðisbrot hafa endurvakið gamlar samsæriskenningar um dauða Díönu prinsessu, og þar er af nógu að taka. vísir Þau Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir stjórnmálafræðingar, leita enn á djúpið í hlaðvarpi sínu um samsæriskenningar og nú er komið að tali um Díönnu prinsessu en þær ganga meðal annars út á það að breska krúnan hafi eitthvað að fela. Nýjar ásakanir á hendur Mohamed Al-Fayed um kynferðisbrot hafa endurvakið gamlar samsæriskenningar um eitt umdeildasta andlát seinni tíma – dauða Díönu prinsessu. Hefur breska krúnan eitthvað að fela? Hvað þá? Mohamed Al-Fayed, sem lést árið 2023, var lengi einn mesti málsvari samsæriskenninga um að breska krúnan hafi átt hlut að máli í dauða Díönu prinsessu og sonar hans, Dodi Al-Fayed. Ástæðan hafi verið að krúnan hafi ekki getað hugsað sér að fá múslima inn í konungsfjölskylduna. Eiríkur og Hulda stýra hlaðvarpinu Skuggavaldið sem hefur slegið í gegn meðal hlustenda en þar velta þau fyrir sér hinum ýmsu samsæriskenningum.vísir Nú, eftir að ásakanir um kynferðisbrot hafa komið fram gegn Mohamed, er málið á ný á allra vörum og vindur kominn í segl samsæriskenninga á ný. Gæti verið að nýjar upplýsingar um líf Al-Fayed og hvernig hylmt var yfir brot hans séu til marks um að fleira hafi verið í gangi bakvið tjöldin sem ekki hefur verið viðurkennt? Eru kenningarnar um samsæri kringum dauða Díönu ekki eins fjarstæðar og margir halda? Sviðsetti Díana dauða sinn? Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið – sem fjallar almennt um samsæriskenningar í sögu og samtíð – kafa Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur við Háskóla Íslands og Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, dýpra í samsæriskenningarnar sem enn lifa um þennan harmleik. Í fyrri þætti var rætt um slysið og aðdraganda þess en í þeim nýja er farið ofan samsæriskenningarnar sem spruttu í kjölfarið. Þótt opinberar skýrslur telji óumdeilt að Díana hafi látist í bílslysi, sem rekja má til ofsahraða og áfengis- og lyfjaneyslu bílstjórans, hefur fjöldi annarra mistrúverðugra útskýringa náð fótfestu. Sumar þeirra segja að MI6, leyniþjónusta Bretlands, hafi átt hlut að máli með skipunum frá Filippusi prins, og jafnvel með vitund og vilja Tony Blair sem þá var nýtekinn við sem forsætisráðherra Bretlands. Samsæriskenningasmiðir, með Mohamed fremstan í flokki, hafa samið fjölda flókinna frásagna af atburðunum þessa örlgararíku nótt í París. Sumir vilja meina að Díana hafi sviðsett eigin dauða og aðrir að vopnaframleiðendur hafi viljað hana feiga vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ósamræmi í opinberum rannsóknum Máli sínu til stuðnings vísa kenningasmiðirnir gjarnan til ýmiss konar ósamræmis í opinberum rannsóknum á málinu. Þó að þessum grunsemdum hafi verið hafnað í mörgum rannsóknum og skýrslum, þar á meðal rannsókn sem leiddi í ljós árið 2008 að dauða þeirra mætti rekja til stórfellds gáleysis bílstjóra þeirra, Henri Paul, og ágengrar eftirsóknar eltismella, hefur aldrei tekist að kveða þessar kenningar í kútinn. Í kjölfar nýlegrar afhúpunar BBC af meintum kynferðisbrotum Mohamed Al-Fayed hafa vaknað auknar efasemdir um trúverðugleika Al-Fayed og frásagna hans. En sumir samsæriskenningasmiðir hafa svo þvert á móti haldið því fram að ásakanirnar hafi beinlínis verið settar fram til þess að gera Al-Fayed tortryggilegan í viðleitni til að bæla niður frekari rannsóknir á dauða Díönu. Skuggavaldið hefur slegið í gegn og nú eru þrír þættir aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum. Skuggavaldið Bretland Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Nýjar ásakanir á hendur Mohamed Al-Fayed um kynferðisbrot hafa endurvakið gamlar samsæriskenningar um eitt umdeildasta andlát seinni tíma – dauða Díönu prinsessu. Hefur breska krúnan eitthvað að fela? Hvað þá? Mohamed Al-Fayed, sem lést árið 2023, var lengi einn mesti málsvari samsæriskenninga um að breska krúnan hafi átt hlut að máli í dauða Díönu prinsessu og sonar hans, Dodi Al-Fayed. Ástæðan hafi verið að krúnan hafi ekki getað hugsað sér að fá múslima inn í konungsfjölskylduna. Eiríkur og Hulda stýra hlaðvarpinu Skuggavaldið sem hefur slegið í gegn meðal hlustenda en þar velta þau fyrir sér hinum ýmsu samsæriskenningum.vísir Nú, eftir að ásakanir um kynferðisbrot hafa komið fram gegn Mohamed, er málið á ný á allra vörum og vindur kominn í segl samsæriskenninga á ný. Gæti verið að nýjar upplýsingar um líf Al-Fayed og hvernig hylmt var yfir brot hans séu til marks um að fleira hafi verið í gangi bakvið tjöldin sem ekki hefur verið viðurkennt? Eru kenningarnar um samsæri kringum dauða Díönu ekki eins fjarstæðar og margir halda? Sviðsetti Díana dauða sinn? Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið – sem fjallar almennt um samsæriskenningar í sögu og samtíð – kafa Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur við Háskóla Íslands og Eiríkur Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, dýpra í samsæriskenningarnar sem enn lifa um þennan harmleik. Í fyrri þætti var rætt um slysið og aðdraganda þess en í þeim nýja er farið ofan samsæriskenningarnar sem spruttu í kjölfarið. Þótt opinberar skýrslur telji óumdeilt að Díana hafi látist í bílslysi, sem rekja má til ofsahraða og áfengis- og lyfjaneyslu bílstjórans, hefur fjöldi annarra mistrúverðugra útskýringa náð fótfestu. Sumar þeirra segja að MI6, leyniþjónusta Bretlands, hafi átt hlut að máli með skipunum frá Filippusi prins, og jafnvel með vitund og vilja Tony Blair sem þá var nýtekinn við sem forsætisráðherra Bretlands. Samsæriskenningasmiðir, með Mohamed fremstan í flokki, hafa samið fjölda flókinna frásagna af atburðunum þessa örlgararíku nótt í París. Sumir vilja meina að Díana hafi sviðsett eigin dauða og aðrir að vopnaframleiðendur hafi viljað hana feiga vegna baráttu hennar gegn jarðsprengjum. Ósamræmi í opinberum rannsóknum Máli sínu til stuðnings vísa kenningasmiðirnir gjarnan til ýmiss konar ósamræmis í opinberum rannsóknum á málinu. Þó að þessum grunsemdum hafi verið hafnað í mörgum rannsóknum og skýrslum, þar á meðal rannsókn sem leiddi í ljós árið 2008 að dauða þeirra mætti rekja til stórfellds gáleysis bílstjóra þeirra, Henri Paul, og ágengrar eftirsóknar eltismella, hefur aldrei tekist að kveða þessar kenningar í kútinn. Í kjölfar nýlegrar afhúpunar BBC af meintum kynferðisbrotum Mohamed Al-Fayed hafa vaknað auknar efasemdir um trúverðugleika Al-Fayed og frásagna hans. En sumir samsæriskenningasmiðir hafa svo þvert á móti haldið því fram að ásakanirnar hafi beinlínis verið settar fram til þess að gera Al-Fayed tortryggilegan í viðleitni til að bæla niður frekari rannsóknir á dauða Díönu. Skuggavaldið hefur slegið í gegn og nú eru þrír þættir aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitum.
Skuggavaldið Bretland Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira