Hamra járnið meðan það er heitt í mansalsmálum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 19:30 Natlia Ollus er forstöðukona European Institute for Crime Prevention and Control (HEUNI). Vísir/Einar Finnskur sérfræðingur í hvernig taka eigi á vinnumansali segir Íslendinga verða að skerpa á því hvernig taka eigi á mansali. Mikilvægt sé að hamra járnið á meðan það er heitt líkt og nú eftir mál Quang Le. Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Í dag fór fram ráðstefna á vegum SA og ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Stór mál hafa komið upp hér á landi síðustu mánuði, meðal annars tengd athafnamanninum Quang Le sem grunaður er um umfangsmikil mansalsbrot. Fenginn var finnskur sérfræðingur til að fræða gesti um aðgerðir þar en Finnar standa öðrum framar þegar kemur að aðgerðum gegn vinnumansali. „Vinnueftirlitsmenn í Finnlandi hafa sérstakt umboð til að fylgjast með farandverkafólki og hafa haft það í tuttugu ár. Síðustu ár höfum við haft sérstaka lögreglumenn sem sérhæfa sig í að rannsaka þessa glæpi. En við höfum líka félagasamtök sem styðja fórnarlömbin og ríkið veitir einnig fórnarlömbum misnotkunar á vinnumarkaði stuðning. Og við höfum miklar upplýsingar og vitneskju um þetta.“ Finnar glími við svipuð vandamál og Íslendingar í vinnumansali. Mál svipuð máli Quangs Le hafi komið upp þar. Mikilvægt sé að hamra járnið meðan það er heitt. „Ísland hefur góðan lagaramma til að takast á við þetta. Það er bara spurning um að framkvæma hann. Og svo er það spurning um að vinna saman og kannski að hafa í þessari stefnu skýr hlutverk og ábyrgð á því hver eigi að gera hvað, hvenær og fyrir hvaða peninga.“ SA og ASÍ hafa skorað á stjórnvöld að bregðast við sem allra fyrst. „Í heildina séð eru þetta fá mál sem betur fer. En við erum að hlusta og við heyrum að stéttarfélögin eru að fá tilkynningar. Við viljum bregðast við strax með forvörnum og aðgerðum til að koma í veg fyrir að íslenskur vinnumarkaður verði fyrir barðinu á einhverjum svona lögbrjótum og að hér þrífist vinnumansal,“ segir Maj-Britt. Maj-Britt Hjördís Briem er lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.Vísir/Einar
Mansal Vinnumarkaður Finnland ASÍ Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira